Áleitið myndband frá Mammút

YouTube

Monitor frumsýnir myndband hljómsveitarinnar Mammút við lagið „Þau svæfa“ af plötunni Komdu til mín svarta systir sem er þriðja breiðskífa sveitarinnar.

Myndbandið er afar áleitið en það er hugarsmíð söngkonu sveitarinnar, Katrínu Mogenssen, og Sunnevu Ásu Weisshappel, listamanns.

„Einhverjum finnst það kannski stuðandi, en hver dæmir bara fyrir sig," segir Arnar Pétursson, annar gítarleikari sveitarinnar, um myndbandið sem sjá má hér að neðan.

Mammút hefur farið víða í sumar en meðal annars hafa þau komið fram á Secret Solstice, ATP og Eistnaflugi. 

„Við erum að spila á flestum, allavega meirihlutanum, af innlendu hátíðunum í sumar. Þetta er klárlega meira en við höfum verið að gera síðustu sumur,“ segir Arnar. Hann segir það þó ekki koma að sök þó flestar helgar séu bókaðar hjá sveitinni enda takist þeim að hvílast inn á milli svo álagið er bara skemmtilegt.

Næstu vikur eru þétt skipaðar hjá sveitinni sem spilar á Akureyri og á Bræðslunni næstu helgi og á þremur hátíðum um verslunarmannahelgina, Edrúhátíðinni á Hellu, Þjóðhátíð og á Evrópumeistaramótinu í Mýrarbolta.

„Þetta verða þrír dagar í röð,“ segir Arnar og viðurkennir að verslunarmannahelgin verði sérlega erilsöm. „Þetta verður meira að segja þannig að Andri verður að spila í Eyjum á föstudagskvöldinu og þarf að fljúga til baka á einhverri lítilli rellu til að spila á edrúhátíðinni. Svo förum við aftur til Eyja daginn eftir. Þetta verður dáldið mikið stuð en örugglega bara ævintýri.“ 

Hvað lífið eftir verslunarmannahelgi varðar segir Arnar framtíðina óljósa þó líklega verði eitthvað á dagskrá sveitarinnar í kringum menningarnótt. „Svo munum við reyna að skipuleggja einhverja tónleika sjálf í haust en það er ekkert komið á hreint með það enn,“ segir Arnar.

Hljómsveitin Mammút
Hljómsveitin Mammút
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson