Sjö áhugaverð áhugamál

1. Hvað ætli sé betra en að sitja á fallegum …
1. Hvað ætli sé betra en að sitja á fallegum hesti og ríða inn í kvöldsólina í góðu veðri fjarri byggð. Á Íslandi eru ótal reiðstígar sem liggja margir hverjir um fagra dali eða ævintýralegt landslag. Áhugamálið er hentugt fyrir þá sem mikinn frítíma hafa því mikil vinna getur verið að sjá um hest. Ljósmynd/Árni Sæberg

Flestir eiga sér áhugamál sem þeir eyða frítíma sínum í. Áhugamál fólks geta verið mjög ólík en eiga það þó sameiginlegt að veita fólki hamingju. Hér hefur Monitor gert litla samantekt yfir áhugaverð áhugamál sem tilvalið er að kynna sér betur.

2. Það er gríðarlega góð skemmtun að elda góðan mat …
2. Það er gríðarlega góð skemmtun að elda góðan mat með fjölskyldu og/eða vinum. Hægt er að elda mat hvaðan sem er úr heiminum eða svo lengi sem rétta hráefnið fæst. Auðvelt er að nálgast uppskriftir víða að en einnig er það spennandi að þróa sínar eigin. Ljósmynd/Styrmir Kári
3. Að ferðast á vélhjóli um hálendi Íslands er mjög …
3. Að ferðast á vélhjóli um hálendi Íslands er mjög áhugavert áhugamál. Hvað ætli sé betra en að hjóla um hálendið eða aðra vegi á góðu og vel búnu ferðahjóli og njóta útsýnisins? Á leiðinni er hægt að tjalda, fara í fjallgöngur, taka myndir, baða sig í náttúrulaugum og margt fleira. Hægt er því að sameina mörg áhugamál í eitt. Það getur verið kostnaðarsamt að byrja í þessu áhugamáli en líklegt er að erfitt sé að hætta. Mikilvægt er þó að halda sig á merktum vegum því utanvegaakstur er litinn alvarlegum augum. Ljósmynd/Ómar Óskarsson
4. Fyrir rólegra fólk er listmálun hið rétta áhugamál. Það …
4. Fyrir rólegra fólk er listmálun hið rétta áhugamál. Það er bæði skapandi, róandi og allir geta notið þess með þeim sem áhugamálið hefur. Hægt er að sameina áhugamálið við útivist því fjöll og firðir geta verið fallegar fyrirsætur. Á myndinni er verkið Kjarvalssteinn eftir Helgu Jónasdóttur. Ljósmynd/Árni Sæberg
5. Að sitja við árbakka eða veiðivatn með veiðistöng er …
5. Að sitja við árbakka eða veiðivatn með veiðistöng er einstök upplifun. Við slíka staði vex oft fallegur gróður og ekki skemmir fuglasöngurinn fyrir. Veiði getur hinsvegar krafist þolinmæði því fiskar láta oft hafa mikið fyrir sér. Í laxveiði þurfa veiðimenn oft að fara margar ferðir yfir hvern hyl áður en þeir verða varir við nokkurt líf. Í vatnaveiði hinsvegar getur biðin verið notaleg. Þá er einfaldlega hægt að setja flotholt á línuna sem flýtur á yfirborði vatnsins og á meðan geta veiðimenn lagt sig á bakkanum eða notið tilverunnar með öðrum hætti þar til eitthvað bítur á. Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson
6. Það var draumur mannsins í áraraðir hér á öldum …
6. Það var draumur mannsins í áraraðir hér á öldum áður að geta flogið. Árið 1903 tókst þeim Wright-bræðrum að færa mannkynið skrefi nær háloftunum en margir höfðu gert misheppnaðar tilraunir til þess. Í dag eru margar leiðir til að njóta flugs sem áhugamáls en sú algengasta er líklega í litlum einkaflugvélum eða fisvélum. Kostir áhugamálsins eru meðal annars þeir að víða eru litlir flugvellir sem hægt er að lenda á. Gaman er því á góðum dögum að skreppa landshorna á milli og fá sér kaffibolla. Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson
7. Líkt með listmálun er lestur bóka sérlega hentugt áhugamál …
7. Líkt með listmálun er lestur bóka sérlega hentugt áhugamál fyrir rólyndis manneskjur. Auðvelt er að nálgast bækur hvaðan sem er úr heiminum um ótrúlegustu hluti. Lestur fræðibóka er þar sérstaklega gagnlegur. Sá sem er vel lesinn hefur svör við ýmsum spurningum sem kunna að vakna upp. Viska getur einnig verið aðlaðandi því margir kjósa vitran maka. Ljósmynd/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson