Skemmtistaður á toppi Esjunnar

DJ Mar­geir og söng­kon­an Ásdís María héldu uppi stuðinu.
DJ Mar­geir og söng­kon­an Ásdís María héldu uppi stuðinu. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson

Símafyrirtækið NOVA setti upp skemmtistað á toppi Esjunnar í dag. Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri NOVA, telur að rúmlega þúsund manns hafi mætt en að um 200 til 300 manns hafi verið á skemmtistaðnum hverju sinni. 

Farið var með stór­ar hátal­ara­stæður, raf­stöð og fleira á topp Esj­unn­ar en viðburðurinn stóð yfir frá klukkan 11 til 13.30 í dag. Viðburðurinn var meðal annars hugsaður sem hvatning fyrir fólk sem hefur langað að ganga á Esjuna en hefur ekki lagt í það enn.

„Þetta var hrikalega vel lukkað miðað við hvað það er mikil raun að fara þarna upp,“ segir Guðmundur, aðspurður hvernig til tókst.

„Okkur fannst það tilvalið í góðu veðri að fara með stærsta skemmtistað í heimi á topp Esjunnar,“ segir hann.

Að sögn Guðmundar bauð þyrlu­fyr­ir­tækið Helo upp á far með þyrlu á Esjutopp gegn vægu gjaldi. Hann segir að um þriðjungur gesta hafi nýtt sér þá þjónustu.

Bílastæðin voru þétt setin.
Bílastæðin voru þétt setin. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson
Gestir virtust skemmta sér konunglega.
Gestir virtust skemmta sér konunglega. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson
Það var ekki slæmt útsýnið sem viðstaddir höfðu.
Það var ekki slæmt útsýnið sem viðstaddir höfðu. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson
Fjöldi fólks gerði sér ferð á Esjutopp í dag.
Fjöldi fólks gerði sér ferð á Esjutopp í dag. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason