Fjör í Úthlíð um helgina

Frá golfvellinum í Úthlíð.
Frá golfvellinum í Úthlíð. Gísli Sigurðsson

Nóg verður um að vera í Úthlíð um verslunarmannahelgina því Ferðaþjónustan Úthlíð verður með sína árlegu skemmtidagskrá.

Bræðurnir Vignir Snær, Eurovisionfari, Ólafur Fannar og Hjörtur Freyr Vigfússynir munu sjá um tónlistina. 

Bræðurnir munu standa fyrir trúbadorakvöldi á föstudeginum frá klukkan 23 til 1 sem frítt verður inn á.

Á laugardeginum verður Krakkabingó í Réttinni og um kvöldið verður brekkusöngur og stórdansleikur þar sem hljómsveitin Vírus mun trylla lýðinn. Verð inn á dansleikinn er 2.500 krónur. Einnig verður Happy-hour í Réttinni frá klukkan 23-24.

Fyrir unga en áhugasama golfara er kjörið að fara í Úthlíð um helgina því golfmót Golfklúbbsins Úthlíð verður á sunnudeginum. Golfvöllurinn verður opinn frá klukkan 9 á sunnudeginum en rástíma má bóka á www.golf.is.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Ferðaþjónustunnar Úthlíð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson