HIMBRIM ryður sér rúms með tónlistarmyndbandi

Hin nýstofnaði raftónlistardúett HIMBRIM hyggst ryðja sér rúms innan íslensku tónlistarsenunnar með látum en fyrsta myndband hljómsveitarinnar var frumsýnt í gær við lagið „Running in Circles“.

„Það er frábært að fá að sameina öll þessi listform. Dansararnir unnu ótrúlega vinnu og Árni sem tók þetta upp er stórsnillingur. Við erum stolt af því að geta gefið út heilsteypt listaverk,“ segir Auðunn Lúthersson, annar stofnenda hljómsveitarinnar. „Frumsýningin í gær gekk vonum framar. Við erum himinlifandi með allt saman,“ segir Þórdís Björk, hinn helmingur HIMBRIM.

Auðunn er í djassnámi í FÍH og hefur verið iðinn við að framleiða raftónlist undanfarin ár. Þórdís Björk er jafnframt meðlimur í Reykjavíkurdætrum og söng fyrir eina af aðalpersónunum í íslenskri þýðingu teiknimyndarinnar Frozen. HIMBRIM kom fyrst saman undir nafninu Tuttugu í Músíktilraunum. Í tilefni af útgáfu „Running in Circles“ ákváðu þau Þórdís og Auðunn að nýta tækifærið og breyta um nafn. „Að skipta um nafn var góð leið til að ýta á „ctrl.-N“,“segir Auðunn.  

„Það að ég sé í djassnámi setur svip sinn á útsetningu laganna og hljómaganginn, en annars myndi ég lýsa þessu sem „house“ innblásinni elektróníku,“ segir Auðunn um tónlist HIMBRIM.

Áhugasamir geta barið sveitina augum á tónlistarhátíðinni  Gærunni á Sauðárkróki sem er haldin er 14.til16. ágúst. „Svo erum við með fullt af efni sem við ætlum að gefa út sem fyrst.“

Lagið var hljóðblandað af Redd Lights en þeir hafa m.a. séð um hljóðblöndun hjá Gísla Pálma, Steinari, Rottweilerhundum og Páli Óskari. Myndbandinu er leikstýrt af Árna Beinteini og var unnið í nánu samstarfi við hljómsveitina. Miðað við gæði framleiðslunnar og orkuna sem tónlistin gefur frá sér fæst ekki betur séð en að hljómsveitin HIMBRIM sé komin til að vera.

Hægt er að fylgjast með hljómsveitinni á Facebook og myndbandið við „Running in Circles“ má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler