HIMBRIM komin í sjónvarp í Brasilíu

HIMBRIM - Auðunn Lúthersson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir skipa raftvíeykið …
HIMBRIM - Auðunn Lúthersson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir skipa raftvíeykið HIMBRIM, sem komst í brasilískt sjónvarp í gær. HIMBRIM

Tónlistarmyndband hljómsveitarinnar HIMBRIM, sem kom út í síðustu viku við lagið Running in Circles, var tekið til spilunar á brasilísku sjónvarpsstöðinni TX4 í gær. HIMBRIM er nýstofnuð íslensk hljómsveit sem hafði engin tengsl við Brasilíu fyrr en nú.

„Þetta gerðist einhvern tímann í gær, sennilega mjög snemma á íslenskum tíma. Ég veit eiginlega ekki neitt um þessa sjónvarpsstöð, en ég datt einhvern tímann inn á síðuna þeirra fyrir tilviljun. Þeir voru að spila tónlist sem ég hlustaði á, þannig að ég ákvað að senda þeim línu,“ segir Auðunn Lúthersson, söngvari og raftónlistarmaður í HIMBRIM.

Það næsta sem meðlimir HIMBRIM vissu var nýútkomið myndband þeirra komið í spilun í brasilísku sjónvarpi. 

„Þetta gerðist allt mjög hratt. Þetta myndband kom út í síðustu viku og þá byrjaði ég að senda tölvupósta hingað og þangað. Mér finnst mjög fyndið að einhver brasilísk sjónvarpsstöð taki upp á því að sýna myndbandið.“

„Ég var í skiptinámi í Paragvæ, þannig að ég gat notað spænskukunnáttu mína til að skilja eitthvað í portúgölsku tölvupóstunum þeirra. Annars hef ég engin tengsl við Brasilíu, ekkert frekar en einhver sem fer til Þýskalands í skiptinám hefur tengsl við Frakkland.“

Samskiptin við sjónvarpsstöðina voru ekki hin liprustu, að sögn Auðunar. „Einn tölvupóstur sem ég fékk frá þeim á ensku var til dæmis bara „hey, music is good. Thank you.“ Það var mjög fyndið.“

Sveitin starfar um þessar mundir af fullum krafti við að taka upp efnið sitt. „Svo erum við líka að vinna í litlu „live“ myndbandi til að birta með einu laginu. Við spilum líka á Gærunni um helgina, svo er það beint aftur í tökur. Við vonumst til að gefa út bráðlega.“ 

Áhugasamir geta fylgst með hljómsveitinni á Facebook eða Soundcloud. Myndbandið við Running in Circles, sem fór í útsendingu á TX4, má sjá hér fyrir neðan eða á Vimeo síðu stöðvarinnar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler