Geðveikislega erfitt að búa til bíó

Anna í hlutverki sínu.
Anna í hlutverki sínu.

„Að búa til bíó er geðveikislega erfitt. Það er líka gargandi snilld,“ segir Aríel Jóhann, leikstjóri stuttmyndarinnar Sól. Í dag hófst styrktarsöfnun fyrir myndina í gegnum söfnunarsíðuna Karolina fund, en meðal verkefna sem hafa orðið að veruleika fyrir tilstillan hennar er Sirkustjaldið Jökla. 

SÓL er dramatísk spennumynd, umvafin kolsvörtum húmor. Í aðalhlutverkum eru Anna Hafþórs, Unnsteinn Garðarsson og Pétur Óskar.

Myndin fjallar um unga konu að nafni Sól, (Anna Hafþórs) sem er að safna sér fyrir námi erlendis. Hún er meðvirkt peð eldri systur sinnar, Bríetar sem leigir Sól út sem „mennskan boxpúða“ sem útrás fyrir blæti ýmissa skuggalegra karla. 

“Þetta er mjög spennandi, við erum vongóð um að ná takmarkinu en við erum að reyna að gera myndina fyrir frekar lítið fjármagn. Það er æðislegt að sjá hversu mikinn stuðning við fáum. Allir eru mjög jákvæðir og tilbúnir að styðja verkefnið þegar þeir sjá hversu mikinn metnað við erum að setja í þetta,” segir Aríel Jóhann og bætir við að allir sem teymið hefur nálgast séu afar jákvæðir og tilbúnir til að styðja verkefnið þegar þeir sjá hversu mikill metnaður er lagður í myndina.

Þeir sem vilja leggja verkefninu lið geta lagt leið sína inn á styrktarsíðu þess á Karolinafund.

Sól - Karólina Fund from Sigurður Anton Friðþjófsson on Vimeo.

Aríel Jóhann
Aríel Jóhann
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant