Borgríki 2 selst vel

Kvikmyndin Borgríki 2 – Blóð hraustra manna verður ekki frumsýnd fyrr en í haust en hefur engu að síður þegar selst vel erlendis. Myndin er sjálfstætt framhald myndarinnar Borgríki sem kom út árið 2011. Franska sölufyrirtækið Celluloid Dreams, tryggði sér alheimsrétt á þeirri mynd árið 2012 og annast nú einnig sölu á Borgríki 2. Nú þegar hefur fyrirtækið selt myndina til Synergy Cinema í Frakklandi og Mónakó og til Japan til fyrirtækisins Alcine Terran. Fyrir hefur fyrri myndin selst til alls fjörtíu og tveggja landa.

“Slíkar sölur skipta sjálfstæð kvikmyndafyrirtæki hér á landi á borð við okkar gríðarlega miklu máli og við erum þakklát fyrir mjög farsælt og gott samstarf við Celluloid fram að þessu. Það er ekki sjálfgefið að koma íslenskum myndum í svona víðtæka dreifingu erlendis, en við erum með góða mynd í höndunum og dreifingaraðilla sem hefur mikla trú á vörunni” segir Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi beggja mynda.

Myndin segir frá Hannesi, metnaðarfullum yfirmanni innra eftirlits lögreglunnar, sem ákveður að rannsaka Margeir, spilltann yfirmann í fíkniefnadeild lögreglunnar með það fyrir augum að ráða einnig niðurlögum stórra glæpasamtaka. Hann fær ábendingu um Margeir frá Gunnari, fyrrum glæpaforingja, sem situr í fangelsi. Hannes afræður að koma ungri lögreglukonu, Andreu, í stöðu njósara á ferðum Margeirs. Aðgerðirnar leiða Hannes á hálann ís þar sem erfitt reynist að halda skýru höfði eftir því sem hann kemst nær takmarki sínu, að ná bæði yfirmanninum og erlenda glæpaforingjanum.

Í helstu hlutverkum eru Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigujónsson, Zlatko Krickic og Hilmir Snær Guðnason. Darri hefur verið búsettur í Los Angeles um nokkurt skeið og hvað þekktastur hér á landi fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Dexter þar vestanhafs. Handritið er skrifað af Hrafnkeli Stefánssyni og leikstjóra myndarinnar Olaf de Fleur en framleiðendur eru auk Kristínar, Rangar Santos og Ólafur Jóhannesson fyrir Poppoli kvikmyndafélag.

Kvikmyndin verður frumsýnd í Laugarásbíó þann 17.október ásamt fleiri kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson