Ríkir googla öðruvísi

AFP

Öll erum við eins inn við beinið, hvort sem við erum rík eða fátæk, en munurinn hið ytra er jafnvel víðtækari en margur myndi halda. Það er nefnilega ekki nóg með að ríkt fólk tjái sig, klæði sér og hreinlega lifi öðruvísi en þeir sem búa við verri kjör, það googlar meira að segja öðruvísi.

The New York Times bar saman algeng leitarorð á Google í fátækustu og ríkustu hverfum Bandaríkjanna. Íbúar fátækari hverfa var helst í mun að fá ráðleggingar um þyngdartap, heilsufarsleg vandamál og trúarbrögð á meðan Canon Elph og skokk-barnakerrur voru efst í huga ríkustu Bandaríkjamannanna.

Þegar 20 algengustu leitarorðin voru borin saman kom ýmislegt áhugavert í ljós. Ríka fólkið leitaði til að mynda jafn oft að „hátíðarkveðjur“ og það fátæka leitaði að „mikill kláði“. Hinir ríku vildu einnig fræðast um „ungbarnanudd“ á meðan íbúar fátæktarhverfanna vildu kynna sér hvernig eigi að „selja Avon“ vörur. „Skokkari“ var annað vinsælasta leitarskilyrðið í ríkari hverfum en „antikristur“ var í öðru sæti hjá þeim fátækari. Fólk í fátækari hverfum virðist þó vera duglegra við að byrgja sig upp af visku í gegnum leitarvélina því „gömul orðatiltæki“ voru jafn algeng leitarskilyrði þeirra á meðal og spurningar um„Zoolander“ voru í fínni hverfunum. Bandaríkjamenn eiga þó ýmis leitarskilyrði sameiginleg þvert á hverfi og ríkidæmi s.s. „Oprah“ og „Ofurskálin“. 

Eins og áður segir snerust mörg algeng leitarskilyrði í fátæktarhverfum um trúarbrögð en þegar betur er að gáð snerust þau að miklu leiti um dómsdag og endi heimsins. Sömuleiðis virðast íbúar fátækari hverfa glíma við fleiri heilsufarsleg vandamál en aðrir og sækjast meira eftir skotvopnum. Það þarf engan sérfræðing til að sjá að fólki sem googlar slíkt líður ekki vel og þykja niðurstöður samanburðarins gefa mikilvægar vísbendingar um afleiðingar ójöfnuðar í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant