Tölvunördar fá undanþágu frá Hvíta húsinu

Obama er alveg sama þó vefsérfræðingarnir séu ekki með bindi.
Obama er alveg sama þó vefsérfræðingarnir séu ekki með bindi. AFP

Hvíta húsið hefur unnið hörðum höndum að því að ráða til sín einstaklinga sem geta aðstoðað við að koma skikki á veföryggi ríkisstjórnarinnar. Það virðist hafa verið þrautin þyngri enda er hinn almenni hakkari yfirleitt vanur að vinna gegn ríkisstjórninni en ekki með henni, auk þess sem mun tekjuvænni og þægilegri störf er að finna fyrir tölvunar-og verkfræðinga í heimi smáforrita.

Hvíta húsið hefur nú gert sér grein fyrir því að eitt af því sem er fráhrindandi við að vinna fyrir forseta Bandaríkjanna eru stífar kröfur um klæðaburð. Staðalímyndir tölvunörda vilja ekki ganga í jakkafötum eða drögtum og því var ákveðið að þeir sem ráðnir eru í tækniteymi Vesturálmunnar muni fá sérstaka undanþágu frá slíkum kröfum.

Tilkynnt var um ráðningu á nýju slíku teymi í síðustu viku. Tölvunördarnir fá sem stendur að ganga um í krumpuðum stuttermaskyrtum og kakíbuxum en enn á eftir að reyna á hvort þeir fái að mæta í kaldhæðnislegum stuttermabolum og ofvöxnum hettupeysum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson