Klámstund gefur gull í mund

Kvennaskólinn í Reykjavík

Í kvöld mun eiga sér stað sérstakt femínistakvöld sem er á vegum Femínistafélags Kvennaskólans í Reykjavík.

Mun félagið bjóða upp á gestafyrirlesara, en það er kynjafræðingurinn Thomas Brorsen Smidt og mun hann tala um klámvæðingu en erindi hans heitir Pornography and feminist politics of sexuality.

Samkvæmt Laufey Maríu Jóhannsdóttur, verkefnastjóra Femínistafélagsins í Kvennó, eru þau með þessu að reyna að hafa smá-vitundarvakningu og opna fyrir þarfar umræður.

Eftir erindið verður farið yfir þau verkefni sem eru á döfinni hjá Femínistafélaginu. Einnig gefst meðlimum þess færi á að bjóða sig fram í stjórn Femínistafélagsins en það er eitt laust sæti í stjórninni.

Femínistakvöldið verður í Uppsölum sem er til húsa að Þingholtsstræti 37. Herlegheitin byrja klukkan 21 og eru allir femínistar velkomnir.

Laufey María Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Femínistafélagsins í Kvennó
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson