Ljúfur laugardagur í Hinu húsinu

Nemar í grafískri hönnun vinna nú hörðum höndum að uppsetningu …
Nemar í grafískri hönnun vinna nú hörðum höndum að uppsetningu sýningarinnar. Þessi var hinsvegar aðeins á staðnum til að veita andlegan stuðning.

Laugardaginn 12. apríl klukkan 14:00 opna 1. árs nemar í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands plakatsýningu í Gallerí Tukt í Hinu húsinu. „Plakötin eru hugmyndir fyrir plakat Unglistar 2014 sem er listahátíð ungs fólks á vegum Hins hússins,“ segir Iona Sjöfn, ein nemanna sem standa fyrir sýningunni. Hún segir sýninguna skemmtilega og litríka en plakötin eru tuttugu talsins. „Þau eru öll mjög ólík og koma fram á sýningunni ólíkar útfærslur frá sama grunni.“

Á sama tíma fer fram fatamarkaður í Hinu húsinu þar sem ungt fólk selur af sér spjarirnar og hvetur Iona fólk til þess að slá tvær flugur í einu höggi; sjá sýninguna og gera góð kaup í leiðinni. „Hver biður um meira á laugardagseftirmiðdegi?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson