Sendur í leyfi vegna Game of Thrones

Francis Schmidt er prófessor við Bergen Community College í New Jersey og mikill aðdáandi Game og Thrones. Scmidh tók mynd af sjö ára dóttur sinni Sophiu í jógastellingu og setti á samskiptavefinn Google+ þann 12. janúar en svo vildi til að Sophia var í bol af honum með tilvitnun í Game of Thrones. Á bolnum stendur upp á íslensku „Ég mun taka það sem er mitt með eldi og blóði“ og voru það þau skilaboð sem urðu til þess að Schmidt var sendur í ólaunað leyfi frá störfum og gert að sækja tíma hjá sálfræðingi.

Scmidt segir að hann hafi verið kallaður inn til skólayfirvalda sem hafi spurt hann spjörunum úr, meðal annars um hvort myndin væri bein ógnun við skólameistarann. Fulltrúar mannauðsstjóra og yfirmenn öryggismála virtust ekki þekkja þáttinn eða bækurnar en sé leitað að frasanum á veraldarvefnum má þó finna hátt í 30 milljónir niðurstaða.

Þegar Schmidt spurði nákvæmlega hvað það var sem var ógnandi við bolinn mun einn viðstaddra hafa sagt „Maður sér orðið eldur og svo mætir einhver hérna með AK-47 og skýtur alla.“

„Ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég átti að svara því,“ sagði Schmidt. „Í guðanna bænum, ég er miðaldra listfræði prófessor. Ég á engin skotvopn.“

Schmidt hefur nú verið hleypt aftur til starfa með því skilyrði að hann segi skilið við fatnað með óviðeigandi skilaboðum.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler