Skrautleg útskrift í Grænlandi

Stúdentar frá Verslunarskóla Grænlands, Niuernermik Ilinniarfik
Stúdentar frá Verslunarskóla Grænlands, Niuernermik Ilinniarfik

Í síðustu viku fóru fram útskriftir á menntaskólastigi víða um Grænland. Venju samkvæmt var mikið um dýrðir á útskriftum nýstúdenta og annarra útskriftarnema og víða mátti sjá ungt fólk íklædd þjóðbúningi Grænlendinga.

Laali Bert­hel­sen, sem er tísku­rit­stjóri Green­land Today, segir hefð fyrir því að Grænlenskir nemendur klæðist þjóðbúningum við útskrift. „Það er hefð fyrir alla útskriftarnema, þá sem hafa efni á því í það minnsta. Búningurinn kostar oft meira en 20 þúsund danskar krónur en margir eiga eldri fjölskyldumeðlim, móður eða ömmu sem getur saumað hann,“ segir Laali en 20 þúsund danskar samsvara um 414 þúsund íslenskum krónum.

Hún segir suma útskriftarnemanna sauma sína eigin búninga en búningar kvenfólksins eru ívið flóknari í framleiðslu en búningar karlanna. „Að sauma búning (á konu) tekur meirihlutann af árinu með perluvinnunni og öllu,“ segir Laali.

Klæðnaður Grænleskra útskriftarnema er greinilega nokkuð verðmætari en gengur og gerist hér á Íslandi en á móti kemur að Grænlendingar eru duglegir við að nota þjóðbúningin á öllum helstu hátíðisdögum og fleiri til. Laali greindi Monitor ekki frá því hvernig útskriftarnemar fagna að útskrift lokinni en það er nokkuð ljóst að fæstir myndu tíma að tölta á Laugaveginn um miðja nótt í fötum fyrir hálfa milljón króna.

Hvað er í tísku á Grænlandi?

Tukummeq Olsen, Viviana Kreutzmann og Pernille Kleemann stilla sér upp …
Tukummeq Olsen, Viviana Kreutzmann og Pernille Kleemann stilla sér upp á útskriftardaginn. Ljósmynd/ Lillian Heilmann
Hér sjáum við Alberte Parnuuna Lings Skifte og Inuk Grosen …
Hér sjáum við Alberte Parnuuna Lings Skifte og Inuk Grosen gleðjast í sólinni í Nuuk. Ljósmynd/ Greenland Fashion - Fashion in Greenland.
Þessar herramenn klæðast grænlenskum anorökkum en sumir kjósa að skreyta …
Þessar herramenn klæðast grænlenskum anorökkum en sumir kjósa að skreyta þá með þverslaufum. Ljósmynd/ Aningaaq Geraae
Stúdentar í Qaqortoq lyfta húfunum.
Stúdentar í Qaqortoq lyfta húfunum. Ljósmynd/ Inuitsiaq Kreutzmann
Laali Berthelsen er tískuritstjóri Greenland Today.
Laali Berthelsen er tískuritstjóri Greenland Today. Ljósmund/ Thomas Eltorp
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson