Bjarni Jónsson - Bílanaust

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bjarni Jónsson - Bílanaust

Kaupa Í körfu

Um þetta leyti árs er vissara að undirbúa bílinn fyrir veturinn. Kuldaköstin gera ekki boð á undan sér og getur verið í meira lagi óheppilegt –jafnvel hættulegt– að lenda í slabbi, snjó og hálku á bíl sem er ekki er í vetrarham. Bjarni Jónsson er sölustjóri hjá Bílanausti og segir hann að það þurfi vitaskuld að tryggja að rétt dekk séu undir bílnum og ljósabúnaðurinn í lagi þegar tekur að skyggja. „Það er líka skynsamlegt að hafa góð þurrkublöð, heimsækja smurþjónustu ef það er tímabært, og jafnvel láta álagsmæla rafgeyminn ef tilefni er til enda hundfúlt að koma að rafmagnslausum bíl eftir kalda nótt.“ Að sögn Bjarna þarf hver og einn að gera það upp við sjálfan sig hvernig vetrardekk fara undir bílinn. Sjálfur velur hann ónegld vetrardekk á sinn bíl, en þeir sem geta átt von á að þurfa að aka á mjög hálum og illa mokuðum vegum gætu viljað nagladekkin. „Það má síðan ekki gleyma að þrífa dekkin reglulega á veturna. Tjara og óhreinindi setjast á dekkin og geta dregið úr gripinu. Að þrífa dekkin er ósköp einfalt og þarf ekki meira en að úða þau með tjöruhreinsi og svo skola óhreinindin burtu.“ Bjarni mælir líka með því að þrífa bílinn vel og bóna áður en veturinn gengur í garð. „Það er ekki að því hlaupið að bóna bíla eftir að tekið hefur að kólna í veðri en bónið myndar vörn gegn salti, tjöru og óhreinindum sem liggja upp á hliðarnar á bílnum“ Þegar bíllinn er þrifinn fyrir veturinn er líka óvitlaust að bera vatnsfælið efni á rúðurnar. „Við erum með frábær efni, Aquapel Glass treatment og Armor All Shield, sem borin eru á rúðuna og þurrkað létt yfir með trefjaklút. Þau geta virkað það vel að varla þarf að nota þurrkurnar í töluverðan tíma.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar