„Ég hef verið hugfanginn af ímynd ljóskunnar“

Birgir Snæbjörn Birgisson.
Birgir Snæbjörn Birgisson. mbl.is/Golli

Birgir Snæbjörn Birgisson lærði myndlist í Frakklandi og á Íslandi á sínum tíma. Birgir setti nýverið upp myndlistarsýningu í listasafni ASÍ og gaf svo út bók með verkunum í framhaldinu sem hlotið hefur töluverða athygli. Í bókinni, sem heitir Ladies, Beautiful Ladies, tekur Birgir ímynd ljóskunnar fyrir.

Bókin, sem gefin er út af Crymogeu, inniheldur 299 málverk sem máluð eru á umslög vínilplatna þar sem ljóshærðar, fallegar konur frá sjöunda og áttunda áratugnum sitja fyrir. Birgir málar á umslögin þannig að ljóskan nýtur sín vel.

Birgir hefur unnið málverkin frá árinu 2011 en hann segir myndaröðina halda áfram að stækka þar sem hann er mikill safnari að eigin sögn. „Verandi safnari og mikill áhugamaður um flóamarkaði gerði ég mér fljótt grein fyrir því að verkið getur stækkað svo lengi sem ég safna hljómplötum og bæti í verkið.“

Of margir ljóshærðir hjúkrunarfræðingar

Birgir segir bókina vera fyrir alla. „Langflest okkar höfum við skoðanir á umfjöllunarefninu í bókinni.  Myndlistin er frábær vettvangur til skoðanaskipta,“ segir Birgir sem hefur áhuga á að skoða hvernig fegurð hefur verið framreidd og kynnt fyrir okkur í gegnum tíðina.

„Þegar ég var búsettur í London heyrði ég ummæli breskrar þingkonu um að búið væri að ráða of marga ljóshærða hjúkrunarfræðinga inn á bresku spítalana. Ummælin kveiktu hugmyndina að einu málverki af ljóshærðum hjúkrunarfræðingum og þróaðist svo í átt að stórri myndröð. Ég hef verið hugfanginn af ímynd ljóskunnar síðan þá,“ segir Birgir aðspurður hvenær áhuginn á ímynd ljóskunnar hafi kviknað.

Frá sýningu Birgis Snæbjörns Birgissonar.
Frá sýningu Birgis Snæbjörns Birgissonar. http://www.birgirsnaebjorn.com/
Birgir Snæbjörn Birgisson málar á plötuumslög.
Birgir Snæbjörn Birgisson málar á plötuumslög. www.birgirsnaebjorn.com/
Þessi fína ljóska nýtur sín vel í verki Birgis.
Þessi fína ljóska nýtur sín vel í verki Birgis. www.birgirsnaebjorn.com/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál