Þú getur ekki faðmað ungabarn of mikið

Snerting hefur góð áhrif á þroska barna.
Snerting hefur góð áhrif á þroska barna. mbl.is/Thinkstockphotos

Góðar fréttir fyrir þá sem finnst gott að knúsa litlu ungana sína, vísindamenn hafa sannað það að þú getur ekki faðmað og haldið á barninu þínu nógu oft. 

Parents greinir frá því að snerting er gífurlega mikilvæg fyrir þroska barna og er sérlega góð fyrir heilann þeirra. Vísindamenn á spítala í Ohio í Bandaríkjunum báru saman fyrirbura og ungabörn sem höfði farið í gegnum fulla meðgöngu.

Fyrirburarnir voru líklegri til þess að sýna minna viðbragð en börnin sem voru níu mánuði í maga móður. Hins vegar sýndi rannsóknin það að þeir fyrirburar sem höfðu fengið mikla snertingu eftir fæðingu sýndu betri viðbrögð en þeir fyrirburar sem höfðu fengið litla snertingu. 

Öll snerting skilar sér því og börn sem fæðast fyrir tímann geta unnið upp tímann sem þau misstu af í móðurkviði í foreldrafaðmi. 

Gott er fyrir ungabörn að vera í foreldrafaðmi.
Gott er fyrir ungabörn að vera í foreldrafaðmi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál