Virðingarríkt tengslauppeldi nýjasta æðið

Getty Images

Rie stendur fyrir „resources for infant educarers“ og á rætur að rekja til ársins 1978. Upphafskona stefnunnar var hin ungverska Magda Gerber, en hugmyndin var að bæta líf ungra barna með virðingarríkri umönnun. Gerber trúði því að börn væru heilsteypir einstaklingar, og að það ætti að koma fram við þau sem slíka frá fæðingu. Enn fremur taldi hún að börn ættu að fá að þroskast á eigin forsendum og eigin hraða. Þá var Gerber einnig þeirrar skoðunar að það bæri að viðurkenna tilfinningar barna, og leyfa þeim að fá útrás fyrir þær.

Gerber lést árið 2007, en uppeldisstefnan lifir þó enn góðu lífi. Helsta talskona RIE í dag nefnist Janet Lansbury, en hún bæði kennir aðferðir stefnunnar og heldur úti vinsælu bloggi á slóðinni www.janetlansbury.com. Þá hefur hún skrifað bækur og greinar þar sem stefnan er reifuð. Mikil vitundarvakning hefur einnig orðið á Íslandi, til að mynda eru rúmlega 7.000 manns skráðir í Facebook-hópinn RIE/Mindful Parenting á Íslandi og skapast þar jafnan líflegar umræðum um allt milli himins og jarðar.

Virðing, traust og tenging

Eins og áður sagði vilja þeir sem aðhyllast RIE-aðferðina að komið sé fram við börn af virðingu og að þeim sé boðið að taka fullan þátt í lífinu frá fyrsta degi. Enn fremur er talið mikilvægt að setja sig í fótspor barnanna og reyna að sjá hlutina frá þeirra sjónarhorni. Leikur barna er talinn afar mikilvægur, og eiga börn að fá að stjórna honum sjálf án þess að fullorðnir séu að blanda sér inn í hann að óþörfu. Þá er barnið einnig talið vera fullfært um að þroska hreyfigetu sína og þar af leiðandi er ekki mælt með því að fullorðnir hjálpi, eða kenni, börnunum að ganga, sitja eða snúa sér, svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem hafa tileinkað sér RIE-uppeldisaðferðina trúa því einnig að grátur sé fullkomlega eðlilegur, og jafnframt góður fyrir barnið. Börnin eru studd í gegnum grátköst, og þeim sýndur skilningur þegar þau upplifa erfiðar tilfinningar.

Uppalendur sem eru gamlir í hettunni kannast eflaust við ýmislegt hér að ofan, og finnst það hreinlega teljast til heilbrigðrar skynsemi. Sumt kann þó að koma þeim spánskt fyrir sjónir. Til að mynda eiga margir erfitt með að bekenna að grátköst séu af hinu góða. Þá reka eflaust margir upp stór augu þegar þeir heyra að ýmis hjálpartæki, sem mörgum þykir þægilegt að nota, séu litin hornauga. Notkun matarstóla, ömmustóla, burðarpoka- eða sjala og stútkanna er til að mynda ekki talin æskileg. Þá á Gerber til dæmis að hafa lýst gömlu góðu göngugrindinni sem færanlegu fangelsi.

En hverju á aðferðin að skila? Eru börn sem hljóta virðingarríkt tengslauppeldi á einhvern hátt frábrugðin öðrum börnum sem hljóta „hefðbundið“ uppeldi? Það skal látið liggja á milli hluta, en margir uppalendur sem hafa tileinkað sér RIE-aðferðina segja að heimilislífið verði allt annað og auðveldara. Þá hélt Gerber því statt og stöðugt fram að virðingarríkt tengslauppeldi stuðlaði að því að börn yrðu meðal annars sjálfsörugg, forvitin, athugul, samvinnuþýð, friðsæl, einbeitt og útsjónarsöm.

RIE-uppeldisaðferðin hefur verið að sækja í sig veðrið.
RIE-uppeldisaðferðin hefur verið að sækja í sig veðrið. Getty Images
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál