Góðærisjeppinn var verstu kaupin

Björk Eiðsdóttir, blaðamaður á Vikunni, segir að sparnaður sé lífsstíll, ekki val í nútímasamfélagi.

Hvert er besta sparnaðarráðið?

„Þar sem matarinnkaup eru einn stærsti útgjaldaliðurinn hjá flestum er líklega besta sparnaðarráðið að borða minna og þá helst bara kjötfars þar sem hollusta er fáránlega dýr. En þar sem fæstir eru til í þetta er ýmislegt til ráða, t.d. að gera matseðil út vikuna og versla eftir honum. Þá kaupir maður ekki bara eitthvað þegar klukkuna vantar korter í sex og freistast þá síður í dýrar búðir og er skipulagðari. Nú er ég búin að taka mataræðið mikið í gegn og stór hluti af því er að skipuleggja daginn vel, vera með nesti fyrir öll millimál o.s.frv. og hef ég tekið eftir að slíkt skipulag kemur sér ekki bara vel fyrir kroppinn heldur líka budduna því þannig freistast maður ekki í að grípa í einhverja vitleysu.

Þar sem ég er sífellt að reyna að búa til tíma og minnka álagið fór ég að hugsa dagsskipulagið upp á nýtt og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem allir fjölskyldumeðlimir fá heitan mat í hádeginu á virkum dögum sé það tóm vitleysa að fara að elda stórmáltíðir á kvöldin líka. Því hef ég oftast léttari máltíð á virkum kvöldum, súpur, ommelettur, skyr o.s.frv. og elda svo alvöru um helgar. Ekki bara minnkar þetta álagið á þessum brjálaða tíma þegar þarf að aðstoða með heimanám, baða, taka til, þvo þvotta, ganga frá, lesa, svæfa og allt það, heldur er þetta mun ódýrara!“

Í hvað eyðir þú peningum í vitleysu?

„Bókasafns- og stöðumælasektir eru mesti blóðpeningur þessa heims en ég styrki Bílastæðasjóð og bókasöfn Reykjavíkurborgar dyggilega og þið hin njótið auðvitað góðs af því. Og ef maður myndi aldrei kaupa sér Latte, fara í hádegismat með vinkonunum eða á barinn ætti maður örugglega meiri peninga sem myndi þá aftur bara fara í Bílastæðasjóð, bókasöfn og aðra vitleysu ... Svo það er um að gera að velja vitleysuna vel.“

Bestu kaupin?

„Tannhvíttunarefni!!! Langþráður draumur rættist um daginn þegar ég splæsti á mig sérsniðnum góm og tannhvíttunarefni frá fyrirtækinu Fallegt Bros en þessar lífsbreytandi græjur keypti ég á helmingsafslætti í gegnum Hópkaup.is og get bara ekki hætt að brosa.“

Verstu kaupin?

„Klárlega stæðilegur sjö manna jeppi sem ég fjárfesti í þegar ég bjó í Bandaríkjunum árið 2007. Þá var dollarinn vinur námsmannsins og skothelt að kaupa amerískan kagga og fara með hann heim. Nú ef of dýrt reyndist svo að reka hann mátti auðvitað selja hann, losna við erlenda lánið og ganga út með feitt seðlabúnt beint í lommen! Ári eftir að ég flutti heim varð hrun ... Þarf ég að segja meira? Ég fæ enn hroll við tilhugsunina um bílalán og mun aldrei falla í þá gryfju aftur! Aldrei! Karríguli jakkinn sem ég keypti í London um árið var heldur ekki góð hugmynd og mjög gott dæmi um sjálfsblekkingu á sögulega háu stigi.“

Sparar þú meðvitað?

„Leyfðu mér að hugsa ... Ég er sjálfstæð móðir þriggja barna á blaðamannslaunum. Sparnaður er lífsstíll - ekki val.“

Ef þú ættir milljón á lausu, hvað myndir þú kaupa?

„Ég myndi byrja á að kaupa þurrkara og bæta lífsgleðina með því að þurfa ekki að hengja á snúru, taka af snúru og þurrka mér með hörðum handklæðum. Því næst væri það utanlandsferð fyrir fjölskylduna, þar sem ég myndi þræða fataverslanirnar og ef það væri afgangur myndi ég fjárfesta í nýju sjónvarpi sem væri þá ekki á stærð við geimskip eins og mitt. Var þetta ekki örugglega milljón KRÓNA? Ég er pottþétt komin í skuld eftir þessa verslunarferð! En, þurrkari? Já!“

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Beyoncé og Kim mættu í gegnsæju

14:25 Met Gala-ballið var haldið í New York í gær og stjörnurnar flykktust á rauða dregilinn og fóru í smábúningaleik. Sumar stjörnurnar hittu beint í mark á meðan aðrar gerðu það alls ekki. Meira »

Björgvin G. talar opinskátt um áfengisneysluna

12:44 Björgvin G. Sigurðsson fór í meðferð í janúar eftir að hafa hætt skyndilega sem sveitarstjóri Ásahrepps. Í viðtali á Rás 1 segir hann sögu sína. Meira »

Viltu meiri árangur af æfingum?

10:00 Evert Víglundsson segir að fólk þurfi að huga að þremur þáttum ef það ætlar að ná alvöruárangri í ræktinni.   Meira »

Sjaldan verið fleiri tvíburar undir sama þaki

07:00 Tvíburar af öllum stærðum og gerðum eru í forgrunni í nýrri símaskrá sem kemur út í dag. Tvíburarnir fjölmenntu á Nauthóli þar sem útgáfunni var fagnað. Meira »

Lýtalæknir sem „snapchattar“ sjúklingana

Í gær, 22:24 Lýtalæknirinn Michael Salzhauer starfar í Miami. Hann er afar vinsæll og varð það sérstaklega eftir að hann varð virkur á samfélagsmiðlum. Salzhauer er ófeiminn við að birta frekar ógeðslegar myndir af sjúklingunum sínum á Snapchat. Meira »

Svona bjó hjartaknúsarinn

Í gær, 19:24 Það er allt að gerast hjá hjartaknúsaranum Patrick Dempsey en hann er nýskilinn, hættur í Grey's Anatomy og nýbúinn að setja húsið sitt á sölu. Meira »

Stjörnuleikur í New York

í gær Mýktin er í forgrunni í þessari fögru og dásamlegu New York íbúð. Eldhúsið og borðstofan renna saman í eitt og veggurinn í borðstofunni býr til þennan eftirsótta Wow-factor. Meira »

Þessi hefur borðað ofurfæðu í 20 ár

Í gær, 16:24 Hin 43 ára Tipper Lewis hefur borðað svokallaða ofurfæðu í um 20 ár og hefur varla elst um einn dag síðan þá. Mataræði hennar samanstendur meðal annars af chia-fræum, maca-dufti, hemp-fræum, goji-berjum og spirulina. Hún kveðst hafa endalausa orku og ljómandi húð fyrir vikið. Meira »

Þverpólitískt partí - MYNDIR

í gær Hryðjuverkamaður snýr heim eftir Eirík Bergmann kom út í vikunni og var bókinni fagnað ákaft í Eymundsson á Skólavörðustíg.   Meira »

Dýrustu málverk landsins boðin upp - MYNDIR

í gær Anna Pálsdóttir fjárfestir og eiginkona forsætisráðherra lét sig ekki vanta á listaverkauppboð til styrktar Leiðarljósi.   Meira »

Heimatilbúinn varasalvi með kókosolíu

í gær Kókosolía hefur góð áhrif á húð og hár og hana er tilvalið að nota í heimatilbúnar snyrtivörur. Hérna kemur uppskrift af heimatilbúnum varasalva sem tekur stutta stund að útbúa. Meira »

Uppgötvaði ógleymanlegan stað rétt hjá heimilinu

í fyrradag „Stundum leitar maður langt yfir skammt,“ segir vöruhönnuðurinn Anna Þórunn sem fann nýverið ógleymanlegan stað nálægt heimili sínu. Anna leitar gjarnan innblásturs í náttúrunni en hennar nýjasta verkefni kallast WINTER og er innblásið af vetrinum og snjósköflum. Meira »

Gagnkynhneigðar konur óska eftir kynlífi með konum

í fyrradag Smáauglýsing sem birtist nýverið á Craigslist hefur vakið mikla athygli en í auglýsingunni óskar ung kona eftir góðri vinkonu. Vinkonan þarf að fara með henni á tónleika og í handsnyrtingu og geta rætt um strákamál. Til viðbótar þarf þessi „vinkona“ að vilja stunda kynlíf með henni. Meira »

Tækni, hvíld og mataræði

3.5. Heilsurækt er ómissandi liður í því að skapa sér vellíðan og hraustlegt útlit. Leiðirnar til betri heilsu sem eru í boði eru nánast óteljandi en synd væri að segja að allar væru þær jafn-áhrifaríkar. Meira »

Hannaði búningana út frá ljóðum

í fyrradag Hönnuðurinn Hildur Yeoman sér um búningana í nýju dansleikhúsverki og henni var gert að vinna út frá ljóðum Davíðs Stefánssonar. „Hildur fékk sem sagt það verkefni að byggja búningana út frá ákveðnum ljóðum.“ Meira »

Svona er heima hjá arkitektinum

3.5. Það er alltaf jafngaman að sjá hvernig arkitektar innrétta heimili sín. Þegar arkitektinn fær fullkomlega frjálsar hendur og þarf bara að berjast við eigið sjálf, ekki að uppfylla kröfur annarra, þá gerast kraftaverkin eins og sést í þessu húsi sem Pitsou Kedem arkitekt hannaði fyrir sig og fjölskyldu sína. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.