Eyðir allt of miklu í nammi, netsíma og föt

Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóssins á RÚV borgar reglulega inn á húsnæðislánin til að spara peninga. Hann segist þó ekki vera heilagur og eyðir allt of miklum peningum í nammi, netsíma og föt.

Hvert er besta sparnaðarráðið?

„Besta sparnaðarráðið er jafnframt það leiðinlegasta. Borga niður skuldir. Þetta á ekki síst við um þá sem eru með verðtryggð húsnæðislán eins og ég. Ókosturinn við að spara með þessum hætti er að þú sérð ekki árangurinn strax en hver 100 þúsund kall sem er greiddur aukalega af verðtryggðu láni skilar sér margfalt til lengri tíma litið.“


Í hvaða vitleysu eyðir þú peningum?

„Ég er alltaf að eyða peningum í vitleysu. Eyði peningum í gerviþarfir einsog netsíma, nammi og of mikið af fötum.“


Bestu kaupin?

„Bestu kaupin voru þegar ég skipti um bíl fyrir rúmu ári. Losaði mig við jeppling sem eyddi miklu í litla Toyotu sem eyðir sáralitlu. Minnkaði eldsneytiskostnað um helming og það munar um minna í dag.“

Verstu kaupin?

„Verstu kaupin eru allt nammið sem ég hef keypt um dagana. Alger óþarfi, óhollt og manni líður illa eftir nammiátorgíur.“

Sparar þú meðvitað?

„Eins og fyrr segir felst minn sparnaður í að borga aukalega inn á húsnæðislánið. Það er minn meðvitaði sparnaður.“

Ef þú ættir milljón á lausu, hvað myndir þú kaupa?

„Ef ég ætti milljón þá myndi ég sennilega setja 700 þúsund inn á lánið og nota 300 þúsund upp í gott frí næsta sumar. Maður verður að fá að leika sér smá.“

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Heilsusamlegt fyrir súkkulaðifíkla

07:00 Drottning „raw“ súkkulaðisins, Kate Magic, er á leið til Íslands þar sem hún mun kenna réttu trixin. Súkkulaðifíklar sem vilja meiri hollustu inn í líf sitt ættu að halda áfram að lesa. Meira »

„Waist train“ tekið á næsta stig

Í gær, 22:30 Hollywood-stjörnur á borð við Kardashian-systurnar og Jessicu Alba hafa notast við sérstakt „waist train“-korsilett til að koma sér í form. Sérfræðingar hafa varað við notkun korsilett en það virðist ekki stoppa þær. En núna er komin ný vara á markað þar sem „waist train“ er tekið á næsta stig. Meira »

91 milljóna hönnunarvilla í Garðabæ

Í gær, 19:30 Húsið er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt og allar innréttingar hannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt. Aukin lofthæð er í stórum hluta hússins og vönduð innfelld lýsing. Meira »

Skrýtin stemmning í Bíó Paradís

Í gær, 16:41 Heimildamyndin I want to be Weird var frumsýnd í Bíó Paradís í gær og það var fullt út úr dyrum. Myndin fjallar um bresku listakonuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Meira »

Gefa börnum lífrænt epli allan september

Í gær, 15:00 „Okkur er öllum annt um börnin okkar og við hjá Heilsuhúsinu viljum gjarnan leggja okkar að mörkum. Með þessu viljum við kynna lífræna ávexti fyrir unga fólkinu og stuðla að betri matarvenjum og bættri heilsu yngstu kynslóðarinnar“, segir Inga Kristjánsdóttir vörustjóri hjá Heilsuhúsinu. Meira »

77% þeirra sem fara í megrunakúr þyngjast aftur

Í gær, 12:00 „Ertu að hugsa um að byrja á nýjum megrunarkúr? Hugsaðu aftur. Því 77% þeirra sem hefja megrunarkúr þyngjast aftur eftir fyrstu vikuna og 33-66% sem fara í megrunarkúr enda með því að þyngjast um meira en áður en þau byrjuðu megrunarkúrinn,“ skrifar Júlía heilsumarkþjálfi í sinn nýjasta pistil. Meira »

Það þarf að sníða þetta útvíða lúkk aðeins eftir hæð og vexti

í gær Elísabet Gunnarsdóttir bloggari á trendnet.is og viðskiptafræðingur er einn helsti trendsetter landsins. Hún er búsett í Þýskalandi og fylgist vel með ráðandi tískustraumum hérlendis og á meginlandi Evrópu. Meira »

Manuela Ósk mætti eins og drottning

Í gær, 09:00 „Síðastliðinn laugardagur var mikill merkisdagur í mínu lífi. Ekki nóg með það að ég fagnaði enn einu aldursárinu, varð hvorki meira né minna en 32 ára gömul – þá var ein af mínum nánustu vinkonum, sem einnig er frænka mín – að gifta sig ... Meira »

Tískumistök sem ungir og vitlausir gera

í fyrradag Það eru allir ungir og vitlausir einhvern tímann. Þá tekur fólk oft furðulegar ákvarðanir og fataskápurinn og peningaveskið fær gjarnan að kenna á því. Hérna kemur listi yfir klassísk tískumistök sem margir gera á sínum yngri árum. Meira »

Fjögurra barna móðir ætlar að verða sykurlaus

í fyrradag Ásgerður Ósk Jakobsdóttir ætlar að vera sykurlaus allan september. Hún borðar mjög hollan mat en á það til að detta í sælgætisát. Meira »

Allir í hvítu á frumsýningu Everest

í fyrradag Lilja Pálma­dótt­ir klæddist hvítum kjól úr smiðju Alexander McQueen á frumsýningu Everest í Feneyjum í gær en Lilja var ekki ein um það að klæðast hvítu. Það gerðu leikkonurnar Elizabeth Banks og Diane Kruger til dæmis líka. Meira »

IceHot1 mættur á leikinn

í fyrradag Heitasta notendanafn vikunnar er án efa IceHot1. Hlynur Vídó mætti í sérmerktri peysu með þessu nafni á leik Íslands og Hollands sem fram fer í dag. Meira »

Fékk armbandið aftur eftir 34 ár

í fyrradag Hilda Jana Gísladóttir týndi armbandi 1981. Það fannst á dögunum í blómabeði í Reykjavík.  Meira »

Getur sönn ást skemmt kynlífið?

í fyrradag Getur verið að ástin sé að skemma kynlífið hjá pörum? Kynlífsfræðingurinn Tracey Cox segir ástina geta gert kynlífið æðislegt...en líka óspennandi. „Ef að þú finnur einhver sem þú ert ástfangin af og laðast líka að kynferðislega þá hefur þú dottið í lukkupottinn.“ Meira »

Súkkulaði morgunverðargrautur

í fyrradag „Þessi súkkulaðisæla er frábær sem morgunverðar eða millimálagrautur sem minnir á risotto. Kínóa kornið skaffar trefjar og fyllingu og bragðið er auðvitað himneskt. Þetta magn dugar nánast út vikuna,“ segir Gunnar Már Meira »

Lilja geislaði í Alexander Mcqueen

3.9. Okkar fólk, Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur, tóku sig vel út á rauða dreglinum. Hún var í perlulituðum kjól frá hönnuðinum Alexander Mcqueen og var með veski frá sama hönnuði. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.