Eyðir allt of miklu í nammi, netsíma og föt

Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóssins á RÚV borgar reglulega inn á húsnæðislánin til að spara peninga. Hann segist þó ekki vera heilagur og eyðir allt of miklum peningum í nammi, netsíma og föt.

Hvert er besta sparnaðarráðið?

„Besta sparnaðarráðið er jafnframt það leiðinlegasta. Borga niður skuldir. Þetta á ekki síst við um þá sem eru með verðtryggð húsnæðislán eins og ég. Ókosturinn við að spara með þessum hætti er að þú sérð ekki árangurinn strax en hver 100 þúsund kall sem er greiddur aukalega af verðtryggðu láni skilar sér margfalt til lengri tíma litið.“


Í hvaða vitleysu eyðir þú peningum?

„Ég er alltaf að eyða peningum í vitleysu. Eyði peningum í gerviþarfir einsog netsíma, nammi og of mikið af fötum.“


Bestu kaupin?

„Bestu kaupin voru þegar ég skipti um bíl fyrir rúmu ári. Losaði mig við jeppling sem eyddi miklu í litla Toyotu sem eyðir sáralitlu. Minnkaði eldsneytiskostnað um helming og það munar um minna í dag.“

Verstu kaupin?

„Verstu kaupin eru allt nammið sem ég hef keypt um dagana. Alger óþarfi, óhollt og manni líður illa eftir nammiátorgíur.“

Sparar þú meðvitað?

„Eins og fyrr segir felst minn sparnaður í að borga aukalega inn á húsnæðislánið. Það er minn meðvitaði sparnaður.“

Ef þú ættir milljón á lausu, hvað myndir þú kaupa?

„Ef ég ætti milljón þá myndi ég sennilega setja 700 þúsund inn á lánið og nota 300 þúsund upp í gott frí næsta sumar. Maður verður að fá að leika sér smá.“

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Fáðu fullkomna handsnyrtingu heima

18:00 Hina fullkomnu handsnyrtingu þarf ekki að vera erfitt að framkvæma heima hjá sér. Á heimasíðu Opruh má finna einfaldar leiðbeiningar í áttina að glæsilegum nöglum. Meira »

Hermés notar íslenska hestinn í auglýsingar

15:07 Franska tískuhúsið Hermés sendi tökulið og fyrirsætur hingað til lands til þess að mynda hausttísku fyrirtækisins 2014.   Meira »

Kennir fólki að hætta að borða sykur

13:23 Gunnar Már Sigfússon höfundur LKL bókanna segir að minni sykurneysla minnki mittismálið og það sé mun auðveldara að sleppa sykri en fólk heldur. Meira »

Hallgrímur laðaði að

10:40 Hallgrímur Helgason opnaði sýningu á dögunum í Listhúsinu Tveir hrafnar. Listunnendur fjölmenntu í opnunina og nutu listarinnar. Meira »

Íþróttaálfurinn eignaðist stúlku

10:25 „Í gær kom í heiminn stórkostlegt lítið undur. Inga er svo gjörsamlega ótrúleg. Ég er yfir mig þakklátur Ingu og litlu blómarós að hinkra yfir helgina með okkar frumsýningu öllum heilsast frábærlega ... Meira »

Borðaði tíu banana í morgunmat á meðgöngunni

07:34 Ástralska móðirin og Instagram-stjarnan Loni Jane er umdeild og hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir mataræði sitt en hún fylgir mataræði sem kallast 80:10:10. Því mataræði fylgdi hún þegar hún gekk með sitt fyrsta barn. Meira »

Af hverju getur þú ekki farið ein í bíó?

í gær „Eftir að ég skildi við eiginmann og barnsföður í september 2002, hef ég farið í þrjú lengri sambönd, en þess á milli verið „einstök“ kona,“ segir Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur. Meira »

Sarah Jessica Parker þarf tvö fataherbergi

Í gær, 22:19 Þeir sem horfðu á Sex and the City þættina muna eflaust eftir því að Carrie Bradshaw, karakter Söruh Jessicu Parker, fannst ómissandi að hafa aðganga að fataherbergi en Parker virðist vera hjartanlega sammála persónunni sem hún lék í þáttunum vinsælu. Meira »

Má þetta Tom Ford?

í gær Tískuhönnuðurinn Tom Ford er í miklu uppáhaldi hjá kvenpeningnum. Hann sló öll vopn út úr höndunum á tískuelítunni þegar hann mætti sjálfur í gallabuxum við gallaskyrtu. Meira »

Tollir bara í samböndum í 3-6 mánuði

í gær Ég hef skipt nokkuð reglulega um sambönd í gegnum tíðina (er rétt tæplega fertug) og oftast er ég búin að fá nóg eftir 3-6 mánuði en þá er mig hætt að langa að stunda kynlíf með viðkomandi og þó mig langi að stunda kynlíf er ég hætt að fá fullnægingu eftir um 3-6 mánuði. Meira »

Hildur Líf giftist bandarískum lögfræðinema

í gær Hildur Líf Higgins gekk að eiga unnusta sinn síðasta laugardag en hann heitir Albert Higgins og er lögfræðinemi.   Meira »

Aldrað vansælt súpermódel í þakíbúð

í gær Það er erfitt að eldast þegar þú hefur lifað hátt og verið aðalpían á áttunda áratugnum. Að vera vina- og peningalaus í New York er ekki draumastaðan. Meira »

Smá bling bling skemmir ekki neitt

í gær Hjarta Hjördísar Sifjar Bjarnadóttur slær í tískuheiminum en hún er lærður kjólameistari og klæðskeri. Hún opnaði verslunina Comma á dögunum. Meira »

Sex skilvirkar rassæfingar

í fyrradag Nýverið tók Nora Tobin, pistlahöfundur Shape, saman sínar sex uppáhalds æfingar fyrir rass og læri. Allar eru æfingarnar einfaldar og sumar er jafnvel hægt að gera heima. Meira »

„Innst inni er ég sannur mínimalisti“

í fyrradag Innanhúsarkitektinn Berglind Berndsen ætlaði sér alltaf að verða arkitekt eða innanhúsarkitekt. Hún hafði mikinn áhuga á Bauhaus og mínimalisma og taldi Þýskaland vera rétta staðinn fyrir sig en hún lærði innanhúsarkitektúr í Fachochschule Trier í Þýskalandi. Meira »

Naomi Campbell baðaði sig í blöðrum

15.9. Hönnuðirnir Mark Badgley og James Mischka fögnuðu því á tískuvikunni í New York að merki þeirra, Badgley Mischka, er 25 ára gamalt í ár og tók fyrirsætan Naomi Campbell þátt í fögnuðinum. Meira »