Eyðir allt of miklu í nammi, netsíma og föt

Sigmar Guðmundsson.
Sigmar Guðmundsson.

Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóssins á RÚV borgar reglulega inn á húsnæðislánin til að spara peninga. Hann segist þó ekki vera heilagur og eyðir allt of miklum peningum í nammi, netsíma og föt.

Hvert er besta sparnaðarráðið?

„Besta sparnaðarráðið er jafnframt það leiðinlegasta. Borga niður skuldir. Þetta á ekki síst við um þá sem eru með verðtryggð húsnæðislán eins og ég. Ókosturinn við að spara með þessum hætti er að þú sérð ekki árangurinn strax en hver 100 þúsund kall sem er greiddur aukalega af verðtryggðu láni skilar sér margfalt til lengri tíma litið.“


Í hvaða vitleysu eyðir þú peningum?

„Ég er alltaf að eyða peningum í vitleysu. Eyði peningum í gerviþarfir einsog netsíma, nammi og of mikið af fötum.“


Bestu kaupin?

„Bestu kaupin voru þegar ég skipti um bíl fyrir rúmu ári. Losaði mig við jeppling sem eyddi miklu í litla Toyotu sem eyðir sáralitlu. Minnkaði eldsneytiskostnað um helming og það munar um minna í dag.“

Verstu kaupin?

„Verstu kaupin eru allt nammið sem ég hef keypt um dagana. Alger óþarfi, óhollt og manni líður illa eftir nammiátorgíur.“

Sparar þú meðvitað?

„Eins og fyrr segir felst minn sparnaður í að borga aukalega inn á húsnæðislánið. Það er minn meðvitaði sparnaður.“

Ef þú ættir milljón á lausu, hvað myndir þú kaupa?

„Ef ég ætti milljón þá myndi ég sennilega setja 700 þúsund inn á lánið og nota 300 þúsund upp í gott frí næsta sumar. Maður verður að fá að leika sér smá.“

mbl.is

Ingunn og Selma á þorrablóti Stjörnunnar

09:00 Þorrablót Stjörnunnar var haldið í Mýrinni í Garðabæ í gærkvöldi. Slegist er um miðana ár hvert enda þykir þetta þorrablót vera eitt mesta stuðkvöld ársins. Í ár var engin undantekning og var ákaflega vel mætt. Meira »

Feimnir græða jafnvel mest

06:00 „Við notum leiklistaræfingar til að efla og styrkja fólk. Og einnig til að losa um hömlur og þannig ná í sköpunargleðina á ný. Og bara það að stíga út úr þægindahringnum gefur fólki kraft og lífsgleði,“ segir Ólöf Sverrisdóttir, sem heldur leiklistarnámskeið fyrir fullorðna. Meira »

Sonurinn klúðraði rómantíkinni

Í gær, 23:00 „Eitt kvöldið týndi hann tuskudýrinu, skömmu áður en ég var að fara að stunda kynlíf með konunni minni í fyrsta skipti í mánuð. Ég þurfti beinlínis að leita að því út um allt hús. Helvítis tuskudýr.“ Meira »

Ætluðu að búa en hann slaufaði því

Í gær, 21:00 „Ég bý í Reykjavik en hann ekki. Það tekur ca. 30 mín. að keyra á milli heimila okkar. Þetta hefur verið haltu mér slepptu mér hjá okkur næstum allan tímann. Þegar við erum saman þá líður okkur mjög vel saman en þegar við erum ekki stödd á sama stað þá hverf ég aðeins úr huga hans.“ Meira »

Miðlífskrísan nær hámarki

Í gær, 18:00 „Miðlífskrísan mín er að ná hámarki þessa dagana. Enda líður senn að því að sá dagur rennur upp þar sem ég verð komin á sextugsaldurinn. Það ætti auðvitað að banna að kalla þetta sextugsaldur, en ég reyni að hugga mig við að „60 is the new 40“, þannig er þá ekki „50 the new 30“? Ég vona það,“ segir Ásdís Ásgeirsdóttir. Meira »

Kollan búin til úr jakuxa- og íkornahárum

Í gær, 15:24 Hárið á Donald Trump, tilvonandi forseta Bandaríkjanna, hefur lengi verið mönnum umtalsefni, enda þykir það æði sérstakt.  Meira »

Uppselt í jógastöðina Sólir

í gær „Þessar frábæru viðtökur fara án efa fram úr okkar björtustu vonum, við erum afskaplega þakklát og sérlega stolt af Sólarteyminu sem leggur sig alltaf fram af einlægni og öllum krafti. Við heyrum stundum jógana okkar tala um lífsbjörg í Sólum og það er í einhverjum tilfellum ekkert grín,“ segir Sólveig. Meira »

9 herbergja hönnunarhöll í Fossvogi

Í gær, 12:24 Við Undraland í Fossvogi stendur glæsilegt 9 herbergja einbýlishús. Búið er að gera húsið upp á yfirmáta smekklegan hátt.   Meira »

Björn, Kristín og Harpa mættu

í gær Um síðustu helgi var sýningin Normið er ný framúrstefna opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni eru verk 11 listamanna sem allir fjalla um hversdaginn á einhvern hátt. Það var óhætt að segja að stemningin væri samt ekki hversdagsleg því litskrúðugir listamenn og áhugafólk um myndlist fjölmenntu á opnunina. Meira »

Klæðskeri Michelle Obama leysir frá skjóðunni

í gær Nafnið Christy Rilling hringir eflaust fáum bjöllum, en hún er engu að síður konan sem sér til þess að stórstjörnurnar séu skikkanlega til fara. Rilling er nefnilega klæðskeri stjarnanna. Meira »

Fékk rappara til að selja bílinn sinn

í fyrradag Davíð Lúther Sigurðsson, kvæntur tveggja barna faðir, ákvað að fara óhefðbundna leið við að selja bílinn sinn. Um er að ræða svartan KIA Carens, 7 manna, árgerð 2007 sem er keyrður 127.000 km. Í stað þess að setja bílinn á bílasölu fékk hann rapparann Móra til að búa til lag um bílinn enda ákaflega gott farartæki þarna á ferð. Davíð er eigandi The Color Run á Íslandi og framleiðslufyrirtækisins SILENT. Meira »

Sólrún Diego snúin aftur á Snapchat

í fyrradag Það gengur á ýmsu í heimi samfélagsmiðlanna um þessar mundir en hin geysivinsæla Sólrún Lilja Diego sem haldið hefur úti opnum Snapchat-reikningi um tíma tilkynnti í síðustu viku að hún ætlaði að taka sér hlé. Meira »

Hjálpar fólki að fá betri sjálfsmynd

í fyrradag „Við getum byrjað með því að samþykkja okkur nákvæmlega eins og við erum og á þeim stað sem við erum. Hugsað síðan um hvað það er sem við viljum bæta og laga. Meira »

7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun

í fyrradag Er sykurlöngunin að fara með þig? Hér eru 7 einföld ráð sem hjálpa þér í baráttunni við sykurinn.   Meira »

Stal senunni á rauða dreglinum

í fyrradag People’s Choice Awards fóru fram í Microsoft-leikhúsinu í Los Angeles í nótt og er óhætt að segja að öllu hafi verið til tjaldað. Meira »

Íslendingar hönnuðu villuna

19.1. Hönnunarfyrirtækið Minarc sem er í eigu Íslendinganna Erlu Daggar Ingjaldsdóttur og Tryggva Þorsteinssonar hannaði þetta dásamlega hús sem hefur hlotið heimsathygli. Húsið er staðsett í Hollywood Hills í Los Angeles og var ekkert til sparað þegar það var hannað og byggt. Meira »