Eyðir allt of miklu í nammi, netsíma og föt

Sigmar Guðmundsson.
Sigmar Guðmundsson.

Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóssins á RÚV borgar reglulega inn á húsnæðislánin til að spara peninga. Hann segist þó ekki vera heilagur og eyðir allt of miklum peningum í nammi, netsíma og föt.

Hvert er besta sparnaðarráðið?

„Besta sparnaðarráðið er jafnframt það leiðinlegasta. Borga niður skuldir. Þetta á ekki síst við um þá sem eru með verðtryggð húsnæðislán eins og ég. Ókosturinn við að spara með þessum hætti er að þú sérð ekki árangurinn strax en hver 100 þúsund kall sem er greiddur aukalega af verðtryggðu láni skilar sér margfalt til lengri tíma litið.“


Í hvaða vitleysu eyðir þú peningum?

„Ég er alltaf að eyða peningum í vitleysu. Eyði peningum í gerviþarfir einsog netsíma, nammi og of mikið af fötum.“


Bestu kaupin?

„Bestu kaupin voru þegar ég skipti um bíl fyrir rúmu ári. Losaði mig við jeppling sem eyddi miklu í litla Toyotu sem eyðir sáralitlu. Minnkaði eldsneytiskostnað um helming og það munar um minna í dag.“

Verstu kaupin?

„Verstu kaupin eru allt nammið sem ég hef keypt um dagana. Alger óþarfi, óhollt og manni líður illa eftir nammiátorgíur.“

Sparar þú meðvitað?

„Eins og fyrr segir felst minn sparnaður í að borga aukalega inn á húsnæðislánið. Það er minn meðvitaði sparnaður.“

Ef þú ættir milljón á lausu, hvað myndir þú kaupa?

„Ef ég ætti milljón þá myndi ég sennilega setja 700 þúsund inn á lánið og nota 300 þúsund upp í gott frí næsta sumar. Maður verður að fá að leika sér smá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál