Eyðir allt of miklu í nammi, netsíma og föt

Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóssins á RÚV borgar reglulega inn á húsnæðislánin til að spara peninga. Hann segist þó ekki vera heilagur og eyðir allt of miklum peningum í nammi, netsíma og föt.

Hvert er besta sparnaðarráðið?

„Besta sparnaðarráðið er jafnframt það leiðinlegasta. Borga niður skuldir. Þetta á ekki síst við um þá sem eru með verðtryggð húsnæðislán eins og ég. Ókosturinn við að spara með þessum hætti er að þú sérð ekki árangurinn strax en hver 100 þúsund kall sem er greiddur aukalega af verðtryggðu láni skilar sér margfalt til lengri tíma litið.“


Í hvaða vitleysu eyðir þú peningum?

„Ég er alltaf að eyða peningum í vitleysu. Eyði peningum í gerviþarfir einsog netsíma, nammi og of mikið af fötum.“


Bestu kaupin?

„Bestu kaupin voru þegar ég skipti um bíl fyrir rúmu ári. Losaði mig við jeppling sem eyddi miklu í litla Toyotu sem eyðir sáralitlu. Minnkaði eldsneytiskostnað um helming og það munar um minna í dag.“

Verstu kaupin?

„Verstu kaupin eru allt nammið sem ég hef keypt um dagana. Alger óþarfi, óhollt og manni líður illa eftir nammiátorgíur.“

Sparar þú meðvitað?

„Eins og fyrr segir felst minn sparnaður í að borga aukalega inn á húsnæðislánið. Það er minn meðvitaði sparnaður.“

Ef þú ættir milljón á lausu, hvað myndir þú kaupa?

„Ef ég ætti milljón þá myndi ég sennilega setja 700 þúsund inn á lánið og nota 300 þúsund upp í gott frí næsta sumar. Maður verður að fá að leika sér smá.“

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Skringilegt „trend“ ryður sér til rúms á tískupöllunum

07:00 Hönnuðurinn Rick Owens fór heldur betur ótroðnar slóðir þegar hann sýndi nýja vor- og sumarlínu næsta árs á tískuvikunni í París 1. október. Meira »

5 staðreyndir sem þú þarft að vita um BDSM

Í gær, 22:00 Samþykki verður að liggja fyrir áður en fólk stundar BDSM. Einnig er mikilvægt að fólk ræði mörkin sín áður en það fer að leika sér. Þetta eru alger grundvallaratriði. Meira »

Gerðu upp 700 ára gamla hlöðu

Í gær, 19:00 Hjón á Bretlandi gerðu upp 700 ára gamla hlöðu sem var að hruni komin. Nú er heimili þeirra metið á 1,25 milljónir punda, enda stórglæsilegt. Meira »

Hefur fastað í tvö ár og er hætt því núna

Í gær, 16:01 Bára Hafsteinsdóttir sem tekur þátt í Lífsstílsbreytingunni hefur verið að vinna með 5:2 síðustu tvö ár. Hún ætlar að hætta því á meðan á þessum 12 vikum stendur. Meira »

Magnús Þór Gylfason selur húsið

Í gær, 13:02 Magnús Þór Gylfason yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar hefur sett parhús sitt við Einarsnes á sölu. Húsið er afar sjarmerandi. Meira »

Líkamleg vanlíðan knýr fólk til breytinga

Í gær, 12:32 Guðrún Bergmann segir að það þurfi yfirleitt eitthvað að vera að svo fólk taki til í mataræði sínu og breyti um lífsstíl.   Meira »

Einfaldir Oreo-ostakökubitar

í gær „Ótrúlega ljúffengir Oreo-ostakökubitar sem eru bæði einfaldir og fljótlegir í undirbúningi. Eins og flestar ostaköku eru þeir þó bestir vel kaldir þannig að þeir þurfa að vera dágóða stund í kæli áður en þeir eru bornir fram til að ná fullkomnun ... Meira »

Stöffaði sig vel fyrir fyrstu fitumælinguna

Í gær, 10:00 Helga Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir tók til í skápunum fyrir lífsstílsbreytinguna og ákvað að borða sem mest áður en fjörið byrjaði fyrir alvöru. Meira »

„Þetta var ljótasta íbúð sem ég hafði séð“

í fyrradag Anna Þóra Björnsdóttir hafði aldrei komið inn í ljótari íbúð þegar hún festi kaup á þessari fyrir 17 árum. Með eigin hyggjuviti og smekk hefur hún búið sér og fjölskyldunni fallegt heimili. Meira »

Skuggalega smart og flott partí - MYNDIR

í fyrradag Skuggi Hótel er nýtt hótel við Hverfisgötu í Reykjavík. Í tilefni af opnuninni var slegið upp heljarinnar teiti á hótelinu sjálfu í gær og var mikil stemning í loftinu. Meira »

Tinna hættir hjá iglo+indi

í fyrradag Tinna Ólafsdóttir er hætt hjá barnafatamerkinu iglo+indi. Hún segir að fyrirtækið hafi fengið meiri tíma og athygli en börnin hennar fimm. Meira »

Brúðkaup Rich og Söru Piana - MYNDBAND

í fyrradag Rich Piana og Sara Piana (áður Heimisdóttir) gengu í heilagt hjónaband í Las Vegas á dögunum. Fyrir brúðkaupið fengu þau sér húðflúr í stíl, hann fékk sér kónginn og hún drottninguna. Meira »

Finnur mikinn mun eftir 10 daga

í fyrradag Erla Björk Hjartardóttir finnur mikinn mun á líkama sínum eftir 10 daga æfingar og breytt mataræði. Ekkert Cola Light hefur farið inn fyrir varir hennar þennan tíma. Meira »

Lilja og Baltasar mættu á Þresti

2.10. Háskólabíó var þétt setið þegar nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, var frumsýnd. Öll kvikmyndaelítan var mætt á þessa hátíðlegu stund. Meira »

Dúndrandi glimmerstemning í Bleika boðinu

í fyrradag Bleika boðið var haldið með pompi og prakt í Hafnarhúsinu Listasafni Íslands í gærkvöldi. Kvöldið byrjaði með blysför við höfnina á bak við Hafnarhúsið þar sem 52 einstaklingar kveiktu í blysum. Meira »

5 hlutir sem benda til þess að þú hafir verið ofvernduð í æsku

1.10. Þú hringir í foreldra þína áður en þú tekur ákvörðun Klipptu á naflastrenginn og leggðu frá þér símann. Nú er tækifærið á að læra af mistökunum í stað þess að treysta á foreldra þína. Hugleiddu hvað þig langar að upplifa og gera, í stað þess að taka leiðsögn mömmu og pabba. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.