Sendu skilaboð til ástvina eftir andlát

Hjónin Stefanía og Sveinn eru heilarnir á bakvið vefsíðuna.
Hjónin Stefanía og Sveinn eru heilarnir á bakvið vefsíðuna. Ljósmynd/Úr einkasafni

Árið 2009 stóð Sveinn Kristjánsson, þá 24 ára gamall, frammi fyrir dauðanum með lífshættulegt heilaæxli sem var á stærð við golfkúlu.

Á þessum tímapunkti átti hann 14 mánaða gamlan dreng og eignaðist stúlku á meðan á veikindunum stóð. Hann óttaðist því ekki aðeins að missa af lífi barna sinna heldur líka að þau myndu ekki eiga neinar minningar um hann. Í kjölfar þessara hugsana fékk hann hugmynd sem hefur nú verið hrint í framkvæmd - vefsíða þar sem einstaklingar geta skrifað skilaboð og tekið upp myndbönd sem verða síðan send á fyrirfram valda viðtakendur eftir andlát.

Sveinn og eiginkona hans, Stefanía Sigurðardóttir, stofnuðu vefkerfið Ævi og geta allir prófað kerfið án endurgjalds, en það var opnað fyrir almenna notkun í dag.

Meðfylgjandi er kynningarmyndband þar sem áhugasamir geta séð hvernig vefurinn virkar. 

Aevi kynningarmyndband from AEVI on Vimeo.

Sveinn og Kristján Sveinnsson faðir hans.
Sveinn og Kristján Sveinnsson faðir hans. Ljósmynd/Úr einkasafni
Stefanía og Sveinn eiga í dag þrjú börn.
Stefanía og Sveinn eiga í dag þrjú börn. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál