Steinunn Camilla með leynilegt plan

Steinunn Þóra hefur búið í Los Angeles síðustu fjögur ár …
Steinunn Þóra hefur búið í Los Angeles síðustu fjögur ár með vinkonum sínum í The Charlies, en segir að Ísland sé besta land í heimi. Ljósmynd/Michelle Darlene

Steinunn Þóra Camilla, verður 30 ára gömul í mánuðinum. Hún hefur búið í Los Angeles síðastliðinn fjögur ár, með sínum bestu vinum og systrum í The Charlies, eins og hún segir sjálf frá. Auk þess að syngja rekur hún einnig netverslunina CarmaCamilla, sem selur handgerða skartgripi eftir hana sjálfa, og er hún er einnig með blogg, sem má finna HÉR. „Ég nýt þess að elta drauma mína, finna nýja drauma, lenda í ævintýrum, vera glaður kjáni og njóta lífsins.“

Ertu búin að skipu­leggja sum­arið? Jááá, svolítið búin að skipuleggja þetta sumar og eiginlega næsta árið sko! Er með smá leyndóplan í gangi sem ég er rosa spennt fyrir og er að vinna að á hverjum degi ásamt því að njóta lífsins í sól og blíðu hérna í Los Angeles (þó að ég sakni rigningarinnar, tæra loftsins og fjölskyldunnar, íslensku pulsunnar og lakkríssins.... þá veit ég að ef ég væri heima í rigningunni þá myndi ég sakna sólarinnar). Maður verður að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur ekki satt?

Hvert er uppáhaldslandið þitt/borgin þín? Ísland (og allar okkar „borgir“) er að sjálfsögðu uppáhaldslandið mitt, ég er svo rugl stolt að vera íslenskur víkingur, geri ekkert annað en að tala um fallega landið okkar hvert sem ég fer. Ísland.Best.Í.Heimi

Ertu dugleg að elda? Já, mér finnst alveg svakalega gaman að elda og er alltaf eitthvað dunda mér í eldhúsinu. Ég er svo mikill nautnaseggur þegar kemur að mat, súkkulaði, rauðvíni og slíku.

Prjónar þú? Nei ég er hrikalegur „prjónari“ ég á frekar auðvelt að sauma og vinna með höndunum, en að prjóna, ég veit ekki af hverju, ég er bara alls ekki góð í því og hef aldrei verið.

Horfir þú mikið á sjónvarp? Nei og já, ég fer mikið í bíó og tek svona þáttamaraþon og klára heilu seríurnar af góðum þáttum en horfi svo á ekkert þess á milli.

Áttu gæludýr? Nei, ég á ekkert dýr í augnablikinum, ef Alma og Klara eru ekki taldar með. Ég hef átt hunda allt mitt líf og dauðlangar að fá mér hvolp á næstunni en við sjáum bara hvert lífið leiðir mig á næstunni áður en ég tek svoleiðis ákvörðun.

Ef þú mætt­ir gera gam­aldags síma­at, í hvern mynd­ir þú hringja og hvað mynd­ir þú segja í sím­ann? Hmmm, það er sko góð spurning. Dettur nokkrir aðilar í hug en ég held að ég myndi kannski bara hringja í fyrrverandi kærastann minn og segja honum að það væri verið að draga bílinn hans eða eitthvað annað álíka leiðinlegt ... svo myndi ég bíða eftir því og sjá hvort að hann myndi hlaupa út og tékka... Æi það væri bara svo gaman að vera smá púki.

Hver er draumurinn? Að vera hamingjusöm!

Steinunn Þóra er dugleg að elda og er alltaf að …
Steinunn Þóra er dugleg að elda og er alltaf að dunda sér eitthvað í eldhúsinu. Ljósmynd/Michelle Darlene
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál