20 merki um að þú þurfir hjálp

Eru allir fífl og fávitar í kringum þig og færðu …
Eru allir fífl og fávitar í kringum þig og færðu ónotatilfinningu þegar þú sért myndir úr sumarfríi vina þinna?

Eru allir fífl og fávitar í kringum þig og færðu ónotatilfinningu þegar þú sérð myndir úr sumarfríi vina þinna?

Það liggur í augum uppi að það er undir okkur sjálfum komið hvernig líf okkar æxlast og hvort við erum sátt í eigin skinni eða ekki. Það verður ekki allt frábært bara upp úr þurru.

Stundum áttar fólk sig ekki á því að það er að drukkna í eigin drullupolli fyrr en það lendir á botninum. Ef þú upplifir eitthvað af því sem hér kemur fyrir neðan skaltu snúa vörn í sókn og umbreyta lífi þínu. Það vill nefnilega enginn vera staddur á þessum stað:

1. Þú kvíðir fyrir vinnuvikunni hvert einasta sunnudagssíðdegi.

2. Litlu hlutirnir trufla þig óstjórnlega.

3. Allir eru fífl og fávitar (nema þú).

4. Afbrýðisemin blossar upp hjá þér þegar þú sérð myndir úr sumarfríi vina þinna.

5. Þú brjálast þegar einhver segir þér að slaka á.

6. Þú gerir lítið úr sjálfum þér með því að vera stöðugt að minnast á galla annarra.

7. Þú kemst ekki yfir hluti úr fortíðinni.

8. Þú ert bitur út í fyrri samskipti þín við fólk.

9. Þú færð þér drykk eftir vinnu til þess að róa þig niður eftir daginn.

10. Þú hugsar ekki um annað en eitthvað sem mun gerast á næstunni.

11. Þú getur ekki setið kyrr.

12. Þú ert alltaf ógeðslega pirruð/pirraður á vinnufélögum þínum.

13. Þú gerir svo miklar væntingar til fólks að það getur aldrei uppfyllt þær.

14. Þú talar stöðugt um að gefa eitthvað af þér til samfélagsins, en gerir aldrei neitt í því.

15. Þú berð þig saman við alla í kringum þig.

16. Þú vaknar þreytt/ur á morgnana.

17. Þig dreymir algerlega óraunhæfa drauma.

18. Þú ert hrædd/ur um að þú verðir ein/n þar sem eftir er.

19. Þér líður eins og þú sért með snöru um hálsinn.

20. Þú baktalar vini þína og þolir ekki velgengni þeirra.

Ef þú kannast við eitthvað af þessum 20 atriðum skaltu reyna að breyta lífi þínu, hegðun og hugsunum. Það eru til ótal sálfræðingar, geðlæknar og markþjálfar sem hjálpa fólki að komast á réttan kjöl. Svo má ekki gleyma því að fyrsta skrefið í átt að bjartara og jákvæðara lífi er að hreyfa sig. Með því að fá hjartað til að slá hraðar fyllist líkaminn af gleðihormónum.

Heimild: Mind body green.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál