Cambridge-háskólinn gekk nánast af mér dauðri

Skjáskot af heimasíðu The Guardian. Morwenna Jones.
Skjáskot af heimasíðu The Guardian. Morwenna Jones. theguardian.com

„Ég var alltaf góður nemandi. Árið 2011 var ég 18 ára, þá hafði ég bara fengið góðar einkunnir, mér gekk vel í íþróttum og ég átti marga vini. Ég var formaður ýmissa klúbba og hópa. Ég var á leiðinni í Cambridge-háskólann til að læra ensku. Það gekk allt vel.“ Þetta skrifar Morwenna Jones í pistil sem birtist á heimasíðu The Guardian.

„Ég átti reyndar við eitt vandamál að stríða, ég hafði þróað með mér átröskun,“ útskýrir Jones sem segir líkama sinn ekki hafa verið í jafnvægi á þessum tíma. „Eftir ákveðinn tíma sagði ég foreldrum mínum frá þessu,“ segir Jones sem hlaut átta vikna ráðgjöf stuttu áður en hún fór í háskóla. Henni var gert að halda úti matardagbók sem hún gerði.

„Átján mánuðum síðar sat ég í bíl foreldra minna og við keyrðum frá Cambridge. Í eitt og hálft ár hafði ég verið undir miklu álagi og að lokum brotnaði ég saman. Ég var ekki lengur talin hæfileikarík eða heppin. Í Cambridge lærði ég í átta klukkustundir á dag eða las um 800 blaðsíðna skáldsdögu á einum degi. Allir í kringum mig gátu gert þetta, ég var ekki lengur einstök.“

Jones segir þetta kannski ekki hljóma neitt rosalega illa en hún segir fullkomnunaráráttuna hafa hrjáð sig. „Það þótti eðlilegt að vera fullkominn og væntingar mínar kvöldu mig.

Hafði ekki farið út úr herberginu í tvær vikur

Ég féll í náminu í janúar árið 2013. Þegar foreldrar mínir komu að sækja mig hafði ég ekki farið út úr herberginu mínu í tvær vikur. Í tvö ár hafði ég hætt lífi mínu í nafni fullkomnunar, ég gat ekki sætt mig við að vera eitthvað minna en sú allra besta. Ég var orðin þunglynd og var ennþá með átröskun.

Sannleikurinn er sá að ég er langt frá því að vera einstök. Átröskun og þunglyndi gerði mig ekkert að betri nemenda en allir hinir afreksnemendur skólans,“ útskýrir Jones sem segir að um 21% nemenda í Cambridge sé þunglynt samkvæmt könnun sem birtist í dagblaðinu The Tab. „Heilsugæslan í Cambridge tekur við 50-60 einstaklingum á ári sem hafa reynt að fremja sjálfsvíg.“

Jones segir álagið í háskólum það mikið að það stofni hreinlega lífi og heilsu margra heilbrigðra einstaklinga í hættu.

Jones tók sér tíma til að jafna sig en sneri aftur til baka í skólann. „Ég var áhyggjufull. Ég byrjaði á að fara á bókasafnið og taka út bók. Ég settist á kaffihús með bókina og las hana þar til sólin hafði sest. Þetta var í fyrsta sinn frá því ég byrjaði í Cambridge sem ég las bók og naut þess að lesa hverja og eina blaðsíðu.

Átta mánuðum síðar þá er fullkomnunarsinninn í mér dáinn og ég sakna hans ekki. Mér er batnað en ég þarf ennþá að passa mig og forðast aðstæður sem gætu reynst mér erfiðar. Yfirburðir eru ágætir en enginn er fullkominn.“

Cambridge skólabyggingin er glæsileg.
Cambridge skólabyggingin er glæsileg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál