Monica Lewinsky opnar sig um þjáningar sínar

Monica Lewinsky gekk í gegnum súrt og sætt eftir að …
Monica Lewinsky gekk í gegnum súrt og sætt eftir að upp komst um ástarsamband hennar við Bill Clinton. AFP

Monica Lewinsky öðlaðist heimsfrægð eftir að upp komst um ástarsamband hennar við þáverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton.

Lewinsky var tekin fyrir í fjölmiðlum og var áberandi í umræðunni á þessum tíma. Lewinsky kveðst þá hafa orðið fyrir einelti á netinu þegar framhjáhald Clintons var heitasta umræðuefnið, fyrir 16 árum. Síðan þá hefur Lewinsky þurft að takast á við ýmsa erfiðleika sem frægðinni fylgir.

Einelti á netinu hefur aukist mikið á síðari árum að sögn Lewinsky. Á þessum tæpu tveimur áratugum hefur Lewinsky náð að safna kjarki til að opna sig um þá staðreynd að hún og aðrir hafa verið kvaldir á netinu, sumir jafnvel framið sjálfsvíg af völdum þess. „Afleiðingarnar geta verið hörmulegar og hver sem er gæti verið næstur í röðinni,“ sagði Lewinsky í ræðu sem hún hélt á Forbes 30 under 30-ráðstefnunni sem haldin var um helgina.

Lewinsky tók ungan mann að nafni Tyler Clementi sem dæmi en skólafélagar hans tóku myndband af honum að kyssa annan mann og birtu svo myndbandið á samfélagsmiðlum. Clementi henti sér stuttu seinna fram af húsþaki.

Mannorðinu rústað á netinu

„Ég varð ástfangin af yfirmanni mínum, á þann hátt sem 22 ára einstaklingar verða ástfangnir. En á innan við 24 klukkustundum var ég orðin opinber manneskja, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur um allan heim. Ég var fyrsti einstaklingurinn til að láta rústa mannorði sínu á netinu.“

Lewinsky segir sögurnar af henni margar hafa verið byggðar á lygum og misskilningi. Hún var mjög óhamingjusöm, þunglynd og kvíðin og íhugaði að svipta sig lífi að eigin sögn.

Lewinsky lýsti því hvernig netið fór með hana. „Mér leið eins og einhver ókunnugur hefði labbað upp að mér og kýlt mig í magann af öllu afli. Þannig leið mér á hverjum einasta degi árið 1998,“ útskýrði Lewinsky sem var kölluð öllum illum nöfnum eftir að upp komst um ástarsamband hennar við Clinton.

Lewinsky kveðst hafa fundið fyrir mikilli skömm. Henni fannst óbærilegt að lesa fréttir um sig í fjölmiðlum en það gerði hún samt að eigin sögn. „Það tekur heila eilífð að byggja upp gott mannorð en aðeins eina mínútu að rústa því.“

Monica Lewinsky var afar áberandi í fjölmiðlum á sínum tíma.
Monica Lewinsky var afar áberandi í fjölmiðlum á sínum tíma. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál