Trendsetterinn er nýjasti tískubloggari Íslands

Trendsetterinn býður lesendum sínum upp á æðislega gjafaleiki.
Trendsetterinn býður lesendum sínum upp á æðislega gjafaleiki. Ljósmynd/ skjáskot af trendsetterinn.wordpress.com

Íslensk tískublogg hafa sprottið upp eins og gorkúlur á undanförnum árum. Blogg þessi eru mörg áhugaverð og skemmtileg en það verður þó að viðurkennast að flest hafa þau svipað yfirbragð. Þau snúast gjarnan um nýjustu fjárfestingar bloggara og þeirra endalausa óskalista.

Nýjasta tískubloggið, og jafnframt fyndnasta, kemur úr smiðju trendsettersins. Ekki er ljóst hver manneskjan á bak við bloggið er en eins og segir á blogginu virðist þetta vera hinn klassíski tískubloggari.

„20 og eitthvað ára frá Íslandi. Hérna mun ég leyfa ykkur lesendur góðir að skyggnast inn í líf wannabe trendsetters. Ég mun blogga um allt milli himins og jarðar en mest megnismun ég apa upp eftir öðrum tískubloggum. Alltof oft mun ég birta random myndir af hlutum sem eiga að „inspire-a“ ykkur og svo verða að sjálfsögðu gjafaleikir sem ég ræð hver vinnur í nokkrum sinnum á ári,“ segir í kynningunni.

Tískuráð og gjafaleikir

Trendsetterinn hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að bloggið sér glænýtt, fyrsta færslan var sett inn 15. október. Það er ýmislegt hægt að læra af trendsetternum, til dæmis hvernig má komast hjá því að mála sig mikið fyrir ræktina þegar maður er í tímaþröng.

„Ég er samt eiginlega ánægðust með lambhúshettuna. Ég held að það sé mega þægilegt að skella henni á sig þegar maður er myglaður á morgnana og er ekki alveg að nenna að slétta sig og mála sig fyrir spinningtímann. Þá er bara hægt að skella hyljara undir augun og tveimur umferðum af maskara (því augun eru án djóks það eina sem sést með þessar snilldarhúfu),“ skrifar trendsetterinn.

Og að sjálfsögðu er hægt að vinna glæsilega vinninga í laufléttum gjafaleikjum á blogginu skemmtilega, til að mynda grænt ilmspjald sem myndi eflaust koma að góðum notum hjá mörgum.

Trendsetterinn er með puttann á púlsinum, hér má lesa bloggið, Trendsetterinn.

Trendsetterinn tekur fyrir heitustu tískubylgjurnar á bloggi sínu.
Trendsetterinn tekur fyrir heitustu tískubylgjurnar á bloggi sínu. Ljósmynd/ skjáskot af trendsetterinn.wordpress.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál