Ástarsaga Lagerfeld á hvíta tjaldið

Skjáskot af sýnishorni út myndinni Reincarnations.
Skjáskot af sýnishorni út myndinni Reincarnations.

Hönnuðurinn Karl Lagerfeld er alltaf með mörg járn í eldinum. Hans nýjasta verkefni er Chanel-stuttmynd sem frumsýnd verður þann 1. desember. Í aðalhlutverkum eru þau Cara Delevingne og tónlistamaðurinn Pharrell Williams.

Lagerfeld hefur nú gefið út stiklu úr myndinni sem gefur til kynna að um rómantíska sögu er að ræða. Stuttmyndin heitir Reincarnations og var tekin upp í París, borg ástarinnar, í október á þessu ári.

Lagið sem hljómar undir sýnishorni myndarinnar heitir CC the World og er eftir Pharrell Willimas sjálfan.

Þýski fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld.
Þýski fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál