Nokkrar umdeildustu forsíður allra tíma

Nokkrar umdeildar forsíður.
Nokkrar umdeildar forsíður.

Það hefur ýmislegt ratað á forsíður tímarita á undanförnum áratugum, meðal annars sprengjuárásarmenn, ber brjóst, glæpamenn og skopmyndir af þjóðarleiðtogum svo eitthvað sé nefnt. Sumt vekur meiri athygli en annað eins og gefur að skilja. Á heimasíðu Boston.com má finna áhugaverða samantekt yfir nokkrar umdeildustu forsíður síðari ára. Hér koma nokkrar.

Dzhokhar Tsarnaev á forsíðu Rolling Stone.
Dzhokhar Tsarnaev á forsíðu Rolling Stone. abcnews.go.com

Dzhokhar Tsarnaev, maðurinn sem grunaður er um að hafa staðið að baki sprengjuárásinni í Boston-maraþoninu árið 2013, birtist á forsíðu Rolling Stone stuttu eftir að árásin átti sér stað. Uppátækið var umdeilt og þótti mörgum rangt af gefa Tsarnaev „rokkstjörnumeðferð“.

Janet Jackson á Rolling Stone.
Janet Jackson á Rolling Stone. www.eonline.com

Söngkonan Janet Jackson birtist á forsíðu Rolling Stone árið 1993. Jackson var berbrjósta en tvær hendur héldu utan um brjóst Jackson. Ljósmyndin fór eitthvað fyrir brjóstið á mörgum (fyrirhugað orðagrín).

Demi Moore á forsíðu Vanity Fair.
Demi Moore á forsíðu Vanity Fair. mom.me

Anna Leibovitz er ljósmyndarinn á bak við þessa mynd af Demi Moore sem birtist á forsíðu Vanity Fair árið 1991. Á myndinni er Moore nakin og komin sjö mánuði á leið. Einhverjum fannst þetta ekki viðeigandi.

Birtney Spears var 17 ára þegar hún prýddi forsíðu Rolling …
Birtney Spears var 17 ára þegar hún prýddi forsíðu Rolling Stone. www.breatheheavy.com

Birtney Spears var 17 ára þegar hún prýddi forsíðu Rolling Stone árið 1999. Á ljósmyndinni er Spears fáklædd og í kynþokkafullri stellingu, ljósmyndin olli skiljanlega smá usla.

Lebron James og Gisele Bundchen á forsíðu Vogue árið 2008.
Lebron James og Gisele Bundchen á forsíðu Vogue árið 2008. www.nj.com

Annie Leibovitz myndaði þau Lebron James og Gisele Bündchen fyrir Vogue árið 2008. Hópi fólks fannst eins og ljósmyndin væri vísun í söguna um górilluna King Kong.

Árið 1965 birtist þessi ljósmynd á forsíðu Life.
Árið 1965 birtist þessi ljósmynd á forsíðu Life.

Árið 1965 birtist þessi ljósmynd á forsíðu Life. Á henni má sjá hermanninn James E. Magel taka sína síðustu andardrætti. Við hlið hans er James C. Farley í öngum sínum en hönd hans er föst í vélbyssu.

Ljósmyndarinn Annie Leibovitz myndaði þau John Lennon og Yoko Ono …
Ljósmyndarinn Annie Leibovitz myndaði þau John Lennon og Yoko Ono í desember árið 1980.

Ljósmyndarinn Annie Leibovitz myndaði þau John Lennon og Yoko Ono í desember árið 1980. Ljósmyndin, sem sýnir nakinn Lennon halda utan um eiginkonu sína, var tekin nokkrum klukkustundum áður en Lennon var skotinn til bana. Í janúar árið 1981 var ljósmyndin á forsíðu Rolling Stone og þóttu mörgum það ósmekklegt.

Í júlí árið 2008 birtist skopmynd af Barack Obama og …
Í júlí árið 2008 birtist skopmynd af Barack Obama og Michelle Obama á forsíðu The New Yorker. www.politico.com

Í júlí árið 2008 birtist skopmynd af Barack Obama og Michelle Obama á forsíðu The New Yorker. Teikningin er af Barack í hlutverki Osama bin Laden og Michelle er í fullum herklæðum. Hópi fólks fannst teikningin „ósmekkleg og ónærgætin“.  

Jamie Lynne Grumet og þriggja ára sonur hennar á forsíðu …
Jamie Lynne Grumet og þriggja ára sonur hennar á forsíðu Time. www.dailymail.co.uk

Hlutverk forsíðumynda er vissulega að fanga athygli almennings og það gerði þessi Time-forsíða svo sannarlega. Á forsíðunni má sjá  Jamie Lynne Grumet gefa þriggja ára syni sínum brjóst. Inni í blaðinu mátti svo finna grein um barnauppeldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál