„Ég er í Ede and Ravenscroft“

Amal Clooney ásamt samstarfsmanni sínum, Geoffrey Robertson.
Amal Clooney ásamt samstarfsmanni sínum, Geoffrey Robertson. AFP

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney stóð frammi fyrir einum helsta mannréttindadómstól í Evrópu á miðvikudaginn og var fulltrúi Armeníu í deilum á milli Armena og Tyrkja sem tengjast fjöldamorði Tyrkja á Armenum árið 1915.

Þrátt fyrir að Clooney væri þarna til að vinna merkilegt starf voru einhverjir blaðamenn sem vildu helst fá að vita hverju hún klæddist frammi fyrir dómstólnum í Strassborg. Þegar einn blaðamaðurinn spurði Clooney hverju hún klæddist hló hún. „Ég er í Ede and Ravenscroft,“ sagði hún og benti á skikkjuna sem hún var í frá enska merkinu Ede and Ravenscroft sem stofnað var árið 1689.

Samstarfsmaður Clooney, lögmaðurinn Geoffrey Robertson, kvaðst undrandi á þeim fjölmörgu ljósmyndurum sem biðu þeirra fyrir utan réttarsalinn. Það væri óvanalegt. Hann kvaðst þó þakklátur fyrir þá athygli sem störf Clooney nytu, þá myndu fjölmiðlar kannski hætta að einblína á hana sem „eiginkonu Hollywood-leikara“.

Amal Alamuddin Clooney er ekki bara Hollywood-eiginkona heldur einnig mannréttindarlögfræðingu.
Amal Alamuddin Clooney er ekki bara Hollywood-eiginkona heldur einnig mannréttindarlögfræðingu. AFP
Amal Clooney var spurð út í klæðaburð sinn þegar hún …
Amal Clooney var spurð út í klæðaburð sinn þegar hún mætti í dómssalinn í Strasbourg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál