Við höfum ekki aðgang að því besta í okkur

Matti Osvald markþjálfi verður með erindi á Markþjálfunardeginum sem haldinn …
Matti Osvald markþjálfi verður með erindi á Markþjálfunardeginum sem haldinn verður 5. febrúar.

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Nordica 5. febrúar og munu aðilar úr atvinnulífinu halda erindi um árangur sinna fyrirtækja þar sem markþjálfun hefur spilað stórt hlutverk. Dagskráin hefst kl. 9 á reynslusögum úr atvinnulífinu. Einar Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu bankanna, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og Ragnheiður Halldórsdóttir, gæðastjóri Marels, munu halda erindi og segja reynslusögur sinna fyrirtækja af því hvernig markþjálfun hefur nýst þeim til árangurs.

„Að fara til markþjálfa getur verið eins og hitta hugsunarfélaga með það að markmiði að bæta árangur í því sem skiptir okkur mestu máli eins og fjölskyldunni, sambandi eða persónulegum frama á vinnumarkaði,“ segir Matti Osvald markþjálfi.

„Þó einkennilegt megi virðast þá höfum við ekki aðgang að því besta í okkur, sérstaklega þegar það gengur eitthvað á í persónulegum samböndum, til dæmis,“ segir hann.

Matti heldur fyrirlestur á Markþjálfunardeginum um hæfnisþætti markþjálfunar og kemur inn á hvernig við getum nýtt okkur þá til árangurs, meðal annars til að takast á við álag af þessu tagi. 

„Markþjálfun og hæfnisþættir hennar koma sterk inn í aðstæður sem þessar og geta hjálpað okkur að ná jafnvægi og þá árangri bæði persónulega og faglega,“ segir hann.

Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og stjórnandi þáttanna Linda og lífsbrotin, tók viðtal við Matta á dögunum þar sem hann talar um samskipti kynjanna. HÉR er hægt að horfa á það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál