Húðflúr er góður minjagripur

Ólafía fékk sér stórt húðflúr á bakið í London á …
Ólafía fékk sér stórt húðflúr á bakið í London á seinasta ári. Ljósmynd/ Arnold Björnsson

Húðflúrlistakonan Ólafía Kristjánsdóttir tekur óvenjulega minjagripi með sér heim þegar hún fer í ferðalag. Ólafía fékk sér til að mynda stórt húðflúr á húðflúrráðstefnu í London á seinasta ári. „Ég var að klára „back piece-ið“ mitt sem er japanskur dreki sem nær frá mjóbaki og niður á rasskinnar,“ segir Ólafía sem segir húðflúr vera góða minjagripi. 

Hvað er það seinasta sem þú keyptir þér og elskaðir? „Þeytingur í ísbúð vesturbæjar!“

Í hverju ætlar þú að fjárfesta næst? „Það er margt sem mig langar að fá mér, skór (ég á aldrei nóg af þeim), mig vantar nýja tölvu, mig langar að kaupa mér íbúð...en mögulega gæti næsta fjárfesting bara verið æfingaföt.“

Hver er ógleymanlegasti staður sem þú ferðaðist til á seinasta ári? Ég ferðaðist ekki mikið á síðasta ári, fór til Flórída og London. En ég fékk mér risastórt tattú á London Tattoo Convention, slík upplifun gleymist seint.“

Hver er besti minjagripur sem þú hefur tekið með þér úr ferðalagi? „Ég fékk mér tattú í Miami og London. Það eru mjög góðir minjagripir að mínu mati.“

Hvaða hlut myndir þú aldrei láta frá þér? „Hmm, ég veit það veit ekki...góðan ís. Nei, djók...hundinn minn.“

Seinasta máltíð sem þú naust virkilega að borða? Ég fór á Grillmarkaðinn og fékk mér steik um daginn.“

Hver er sá munaður sem þú gætir aldrei sleppt? „Tvöfaldur cappuccino!“

Hver er seinasti aukahlutir sem þú keyptir þér? „Lítið sætt Michael Kors-veski.“

Uppáhalds snyrtivara? Ég var að kaupa mér farðagrunn frá Bare Minerals, hann er algjör snilld.“

Uppáhalds smáforrit? „Instagram.“

Ólafía elskar cappuccino.
Ólafía elskar cappuccino.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál