Bjó til 606 milljarða upp á eigin spýtur

Elizabeth Holmes, eigandi Theranos, stofnaði fyrirtækið þegar hún var 19 …
Elizabeth Holmes, eigandi Theranos, stofnaði fyrirtækið þegar hún var 19 ára gömul. www.forbes.com

Á ári hverju gefur viðskiptatímaritið Forbes út lista yfir ríkustu einstaklinga heims og í ár voru 197 konur á listanum. Elizabeth Holmes er ein þeirra en auður hennar er metinn á 606 milljarða króna. Holmes er yngsti kvenkyns milljarðamæringurinn á lista Forbes sem skapaði sér auð sinn upp á eigin spýtur.

Holmes er ung að aldri, aðeins 31 árs, en hefur gert ótrúlega hluti á sinni stuttu ævi. Hennar helsta afrek er að koma lyfjafyrirtækinu Theranos á laggirnar. Fyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum á blóðprufum en rannsóknirnar þykja skilvirkari og ódýrari en aðrar blóðprufurannsóknir. Aðferð Holmes er vissulega ný af nálinni en hún er nú þegar farin að ryðja sér til rúms innan læknisfræðinnar.

Holmes hætti í skóla 19 ára gömul og stofnaði fyrirtækið. „Margt ungt fólk fær frábærar hugmyndir og hefur mikla innsýn en stundum bíður það og tileinkar líf sitt svo einhverju öðru,“ sagði Holmes í viðtali við CNN. „Ég byrjaði bara aðeins fyrr en flestir.“

„Ég var örugglega ekki venjulegt barn. Ég las Moby-Dick frá A til Ö þegar ég var níu ára. Ég las margar bækur. Svo á ég ennþá glósubók með hönnun minni á tímavél frá því að ég var svona sjö ára. Það besta við þetta er uppeldið, það sagði mér enginn að ég gæti ekki gert þetta.“

Þetta eru rík­ustu kon­ur heims

Fyrirtækið Theranos sérhæfir sig í rannsóknum á blóðprufum.
Fyrirtækið Theranos sérhæfir sig í rannsóknum á blóðprufum. www.theranos.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál