Anna Wintour gefur skotheld bransaráð

Anna Wintour er nánast alltaf með sólgleraugu.
Anna Wintour er nánast alltaf með sólgleraugu. AFP

Ein valdamesta kona heims, Anna Wintour, veit hvað hún syngur enda á hún farsælan feril að baki sem ritstjóri Vogue. Wintour, sem er algjör A-týpa, lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja feta í fótspor hennar hvað varðar frama og velgengni.

Hver er galdur Wintour? Breski blaðamaðurinn Alistair Campbell spurði Wintour spjörunum úr fyrir nýju bókina sína, Winners And How They Succeed, og hún gaf honum áhugaverð svör.

Wintour sagði Campbell frá því að dugnaður, einbeiting og skjótur bati eftir áföll hefðu hjálpað sér að ná eins langt og raun ber vitni. Þannig komst hún á toppinn og hélt sér þar að hennar sögn. Wintour var rekin sem ritstjóri Harper's Bazaar árið 1975 en hún var fljót að jafna sig og telur að brottreksturinn hafi verið góð reynsla. „Allir ættu að vera reknir að minnsta kosti einu sinni á ævinni vegna þess að „fullkomnun“ er ekki til. Það er nauðsynlegt að reka sig á hindranir af og til vegna þess að þannig er raunveruleikinn.“

Anna Wintour er talin vera fyrirmynd hinnar grimmu Miröndu Priestly í kvikmyndinni The Devil Wears Prada og margt fólk telur hana miskunnarlausa og hrokafulla. Hún telur ástæðuna að hluta til þá að hún þykist alltaf vera sjálfsörugg, jafnvel þegar hún er það ekki.

Wintour mælir þá með að fólk sem vill ná langt í lífinu sé skipulagt og taki ábyrgð. „Fólk vinnur betur ef það hefur skyldum að gegna.“

Hérna er Anna Wintour á tískuvikunni í New York og …
Hérna er Anna Wintour á tískuvikunni í New York og við hlið hennar eru leikkonurnar Lupita Nyong'o og Naomi Watts. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál