Ásökuð um tilfinningaleysi

„...ég finn vel að fólki langar að taka mig og …
„...ég finn vel að fólki langar að taka mig og setja í einhvern bás en ég er kominn á þann stað með sjálfa mig að ég er bara sú sem ég er og hvíli vel í þeirri manneskju.“ Skjáskot af vef Eurowoman

Forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, er stundum ásökuð af löndum sínum um að vera tilfinningalaus, köld og óalþýðleg. Hún segist mögulega ætla að andmæla þegar hún verður gömul. 

Thorning-Schmidt verður í ítarlegu viðtali í nýjasta hefti tískublaðsins Eurowoman en þetta er í annað sinn sem forsætisráðherra kemur fram í viðtali í slíku blaði. Fyrra skiptið var árið 2006 en tilefnið í ár er 100 ára kosningaréttur kvenna í Danmörku og þema blaðsins; konur í valdastöðum á danska þinginu. 

Thorning-Schmidt sýnir á sér nýjar hliðar í þessu viðtali þar sem hún kemur ekki aðeins fram sem forsætisráðherra heldur líka eiginkona, móðir og vinkona. Hún er mynduð á gúmmístígvélum að moka snjó upp úr kjallaranum hjá sér og hún talar um álit þjóðarinnar á sér. 

„...ég finn vel að fólki langar að taka mig og setja í einhvern bás en ég er kominn á þann stað með sjálfa mig að ég er bara sú sem ég er og hvíli vel í þeirri manneskju,“ segir forsætisráðherrann en bætir við að stundum langi hana til að andmæla:

„Jú, inn á milli, og það getur vel verið að ég geri það bara þegar ég verði gömul.“segir hún í viðtalinu. 

Í þessu væntanlega hefti verður mikið um dýrðir en undir formerkjum valdamikilla kvenna verður jafnframt rætt við spunameistarann Marie Bender Foltmann sem er 31 árs, og stjórnmálablaðakonuna Marchen Neel Gjertsen, sem er 29 ára. 

Í blaðinu verður einnig hægt að skoða fallegar myndir teknar af ljósmyndaranum Rasmus Weng sem leitast við að sýna áður óbirtar hliðar þessarar glæsilegu og valdamiklu konu. 

Forsíða blaðsins sem kemur í búðir á morgun en þemað …
Forsíða blaðsins sem kemur í búðir á morgun en þemað er valdamiklar konur á þingi. Eurowoman
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál