Fólk um fimmtugt bestu starfskraftarnir

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. Ljósmynd/Ólafur Harðarson.

Linda Baldvinsdóttir segir það algert rugl að starfsferill kvenna endi við 45 ára aldur en fram kom á dögunum í skýrslu á vegum eft­ir­launa -og vinnu­mála­deild­ar breska rík­is­ins að konur ættu varla séns á vinnumarkaði eftir 45 ára.

Í skýrslunni kom fram að fjölmiðlar eiga stóran þátt í því að búa til þetta aldurseinelti, og það þykir mér afar leitt að heyra. Ef einhverjir þurfa á fullþroskuðum viskufullum einstaklingum að halda, þá eru það einmitt fjölmiðlar á þessum síðustu og bestu/verstu tímum. Ég bara fann hvernig ég gerði uppreisn í huga mér þegar ég las þessa grein, og réttlát reiðin (að mér fannst) tók öll völd. Síðan kom hugsunin: „Ekki nema von að allt sé á heljarþröm í heiminum!“

Því að það er fyrst á þessu aldursskeiði sem bæði kynin eru komin með ákveðinn þroska. Þroska og ákveðna þekkingu á hinum ýmsu mannlegu þáttum sem gagnast vel þegar stórar og merkilegar ákvarðanir eru teknar,“ segir Linda í sínum nýjasta pistli.

„Hvatvísi sú og það netta kæruleysi sem einkenndi okkur flest fram að fertugu er á hröðu undanhaldi, og við hefur nú tekið yfirveguð ábyrgðarkennd í flestum tilfellum. Eins er fólk yfir fjörutíu og fimm, að ég tali nú ekki yfir fimmtugu, yfirleitt bestu starfskraftarnir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál