„Freki karlinn“ vekur fólk til umhugsunar

Jón Gnarr í hlutverki freka karlsins.
Jón Gnarr í hlutverki freka karlsins.

Jón Gnarr á algeran stjörnuleik sem „Freki karlinn“ á vef Jafnréttisstofu en í dag setur stofan vefsíðuna  fjolbreyttforysta.is í loftið. „Freki karlinn“ er hugsaður sem vitundarvakning um mikilvægi þess að konur og karlar sitji við stjórnarborðið og séu í forystu fyrirtækja. 

Vefsíðan er unnin með styrk frá Progress-sjóði Evróusambandsins. Tilgangurinn með síðunni er að vekja athygli á mikilvægi jafnrar þátttöku kynjanna í forystu íslensks atvinnulífs. Auk tengla á aðrar vefsíður eins og Lean In, Female Future NHO og fleiri sambærilegar síður sem fjalla um mikilvægi fjölbreytni í forystu fyrirtækja.

Áhrif kynjakvótans

Í september næstkomandi verða tvö ár síðan lög um kynjakvóta í stjórnum íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða tóku gildi. Síðan þá hefur konum fjölgað til muna í stjórnum og þá sérstaklega í stærri fyrirtækjunum en sú þróun hefur þó ekki enn náð markmiði laganna um 40% hlutfall hvors kyns í stjórnum allra fyrirtækja sem heyra undir löggjöfina. Rannsóknir hérlendis hafa sýnt að viðhorf til kynjakvóta eru jákvæðari nú en fyrir lagasetninguna.

Þeir sérfræðingar sem rætt er við í viðtölunum á vefsíðunni, tala um að með fjölgun kvenna hafi fjölbreytni aukist í stjórnunum. Konur eru nú í meirihluta í stjórnum þriggja af þeim þrettán fyrirtækjum sem skráð eru á markað í Kauphöllinni en í hinum tíu er hinu lögbunda lágmarksviðmiði náð. Konur eru stjórnarformenn í fimm af þessum þrettán fyrirtækjum.

Freki karlinn from Jafnrettisstofa on Vimeo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál