Reyndi að halda fyrirsætuferlinum leyndum

Pietro Boselli er í svakalegu formi.
Pietro Boselli er í svakalegu formi. Instagram @pietroboselli

Ítalski stærðfræðikennarinn Pietro Boselli reyndi að halda því leyndu fyrir nemendum sínum að hann tekur að sér fyrirsætustörf í frítíma sínum. Það tókst í einhvern tíma þar til einn nemandi Boselli „googlaði“ hann og áttaði sig á því að eitt eftirsóttasta karlmódel heims var að kenna honum stærðfræði.

Boselli er 26 ára og er frá  Brescia, Ítalíu. Í viðtali sem birtist í The Times segir Boselli frá því hvernig hann reyndi eftir bestu getu að halda fyrirsætuferli sínum leyndum fyrir nemendum sínum vegna þess að hann skammaðist sín. Boselli, sem kennir stærðfræði í háskólanum í London, var einnig hikandi við að greina frá fyrirsætustörfum sínum við vinnuveitendur sína. „Ég held að ég hafi skammast mín að vissu leyti. Ég hélt að fólk innan skólans myndi líta niður á mig.“

Kallar sjálfan sig „nörd“

Boselli var uppgötvaður af tískuhúsi Armani. Þá fór fyrirsætuferill hans á flug og hann gat safnað sér peningum með fyrirsætustörfum hér og þar. Hann kallar sjálfan sig „nörd“ og segir námið alltaf hafa verið í fyrsta sæti hjá sér.

Boselli er afar vinsæll á samfélagsmiðlum en 482.000 manns fylgja honum á Instagram og þess vegna hlaut að koma að því að nemendur hans áttuðu sig á að kennarinn þeirra væri í raun og veru fræg fyrirsæta. Boselli segist hafa átta sig á að nemendurnir vissu af „leyndarmáli“ hans þegar þeir fóru að laumast til að taka myndir af honum í tíma.

Fer tvisvar á dag í ræktina

Það krefst víst mikillar vinnu að halda sér í góðu formi en Boselli fer gjarnan tvisvar á dag í ræktina. „Eins og í öllu sem ég geri er ég mjög einbeittur [í ræktinni]. Ég æfi einu sinni eða tvisvar á dag og það gleður mig þegar ég fæ viðurkenningu fyrir líkamsbyggingu mína,“ útskýrði Boselli.

Nemandi Pietro Boselli áttaði sig á að Boselli starfar ekki …
Nemandi Pietro Boselli áttaði sig á að Boselli starfar ekki aðeins sem kennari heldur einnig sem fyrirsæta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál