Transkona brýtur blað í sögu Vogue

Viðtalið við fyrirsætuna Andreja Pejicí Vogue hefur vakið mikla athygli.
Viðtalið við fyrirsætuna Andreja Pejicí Vogue hefur vakið mikla athygli. vogue.com

Fyrirsætan Andreja Pejic hefur nú brotið blað í sögu tískutímaritsins Vogue en hún er fyrsta transkonan sem er viðtalsefni í æviágripsdálki blaðsins.

Í viðtalinu segir hin 23 ára Pejic frá þeim erfiðleikum sem hún hefur gengið í gegnum í tengslum við kynleiðréttinguna og æskuna þegar henni fannst hún hvergi eiga heima „Samfélagið kennir þér ekki að þú getir verið trans. Ég hugsaðu um samkynhneigð, en það passaði bara ekki,“ útskýrir Pejic. Hún kveðst hafa reynt að vera „eðlilegur strákur“ á sínum yngri árum en þá leið henni ekki vel í eigin skinni.

Pejic hefur verið eftirsótt fyrirsæta í langan tíma þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur til að mynda starfað með hönnuðum á borð við Marc Jacobs, Jeremy Scott og Jean Paul Gaultier og birst á síðum ótal tískutímarita.

Pejic fór í kynleiðréttingu í fyrra. „Við erum loksins að átta okkur á að kyn og kynhneigð er flókið fyrirbæri. Í dag höfum við fleiri flokka.“

Viðtalið við Pejic má finna í maí-tölublaði bandaríska Vogue en leikkonan Carey Mulligan er á forsíðu blaðsins. 

Carey Mulligan prýðir maí-tölublað Vogue.
Carey Mulligan prýðir maí-tölublað Vogue. vogue.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál