Þetta skaltu ekki gera á samfélagsmiðlum

Það borgar sig að fara varlega og ritskoða sig þegar …
Það borgar sig að fara varlega og ritskoða sig þegar kemur að samfélagsmiðlum.

Samfélagsmiðlar eru öflug tól sem fólk getur nýtt sér í leitinni að nýjum tækifærum og atvinnu. En það eru ýmis atriði sem ber að athuga ef prófíllinn þinn á að standast þær kröfur sem mögulegir vinnuveitendur gera. Lestu yfir þessi góðu ráð sem pistlahöfundurinn Bobby Schuessler tók saman fyrir WhoWhatWear.

1. Ekki kvarta undan vinnunni, vinnufélögum eða yfirmanni. Það er ekki í lagi að tala illa um vinnustaðinn, ekki einu sinni svona: „Er ekki að nenna í vinnuna“. Ekki gera það.“

2. Ekki deila of miklum upplýsingum. „Já, það er hægt að deila of miklum upplýsingum. Geymdu allt sambandstal fyrir vini þína.“

3. Ekki deila öllum djamm-myndunum þínum. „Þetta segir sig kannski sjálft því djamm-myndir gætu orðið til þess að mögulegir verðandi vinnuveitendur missa áhugann á þér.“

4. Ekki taka þátt í umdeildum umræðum. Já, þú ættir að láta í þér heyra og þú ættir að tjá skoðanir þínar, en ef þær skoðanir gætu móðgað einhvern þá er betra að halda þeim út af fyrir sig og sína nánustu vini.“

5. Ekki halda skammarræðu. „Hafðu hemil á tilfinningum þínum. Það er til einskins að missa sig ef það gæti seinna orðið þér til skammar.“

6. Ekki leita að vinnu af of miklum ákafa. Já, það er hægt að vera of ákafur. Það er sniðugt að nota síður eins og Linkedin en varastu að senda of mörg skilaboð og auglýsa þig of mikið. Þú gætir virst örvæntingarfull/ur.“

7. Ekki taka þátt í ólöglegum athöfnum. Ekki gera það. Punktur.“

Tölvur og samfélagsmiðlar spila gjarnan stórt hlutverk í lífi fólks.
Tölvur og samfélagsmiðlar spila gjarnan stórt hlutverk í lífi fólks. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál