Uppgötvaði ógleymanlegan stað rétt hjá heimilinu

Anna Þórunn Hauksdóttir, vöruhönnuður.
Anna Þórunn Hauksdóttir, vöruhönnuður. Ernir Eyjólfsson

Stundum leitar maður langt yfir skammt,“ segir vöruhönnuðurinn Anna Þórunn sem fann nýverið ógleymanlegan stað nálægt heimili sínu. Anna leitar gjarnan innblásturs í náttúrunni en hennar nýjasta verkefni kallast WINTER og er innblásið af vetrinum og snjósköflum.

Hvað er það sein­asta sem þú keypt­ir þér og elskaðir? „Samfestingur úr HM.“

Í hverju ætl­ar þú að fjár­festa næst? „Fallegu pari af skóm.“

Hver er ógleym­an­leg­asti staður sem þú ferðaðist til á sein­asta ári? „Fór ekkert langt á sl. ári en uppgötvaði ógleymanlegan stað  rétt hjá heimilinu mínu, lítið rjóður með læk. Stundum leitar maður langt yfir skammt.“

Hver er besti minja­grip­ur sem þú hef­ur tekið með þér úr ferðalagi? „Þurrkaður ávöxtur af tré sem ég fann á strönd þar sem við giftum okkur, nánar tiltekið á eyju fyrir utan Malasíu.“

Hvaða hlut mynd­ir þú aldrei láta frá þér? „Giftingarhringinn minn.“

Sein­asta máltíð sem þú naust virki­lega að borða? „Grillaður humar og hvítvín í aðalrétt á páskadag.“

Hver er sá munaður sem þú gæt­ir aldrei sleppt? „Uppáhellta kaffið mitt á morgnana sem bíður mín þegar ég vakna.“

Hver er sein­asti auka­hlut­ur sem þú keypt­ir þér? „Vá, man það ekki. Það er augljóslega alltof langt síðan!“

Upp­á­halds snyrti­vara? „Elska MAC-snyrtivörurnar.“

Nýjasta hönnun Önnu Þórunnar eru þessi box/ruslafötur sem eru unnin …
Nýjasta hönnun Önnu Þórunnar eru þessi box/ruslafötur sem eru unnin út frá vetrinum og snjósköflum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál