Lýtalæknir sem „snapchattar“ sjúklingana

Lýtalæknirinn Michael Salzhauer setjur sjúklingana sína á Snapchat.
Lýtalæknirinn Michael Salzhauer setjur sjúklingana sína á Snapchat. Snapchat

Lýtalæknirinn Michael Salzhauer starfar í Miami. Hann er afar vinsæll og varð það sérstaklega eftir að hann varð virkur á samfélagsmiðlum.

Salzhauer hélt úti Instagram-síðu en henni var eytt vegna þess að myndirnar þóttu ekki við hæfi. Þá fékk hann sér Snapchat. Salzhauer er ófeiminn við að birta frekar ógeðslegar myndir af sjúklingunum sínum á Snapchat, myndirnar tekur hann í miðri aðgerð þannig að þær eru ekki beint fyrir viðkvæma.

„Ég var mjög pirraður,“ sagði Salzhauer aðspurður hver viðbrögð hans voru þegar hann sá að Instagram-síðu hans hafði verið eytt. „Ég vaknaði bara einn daginn og var með núll fylgjendur.“

Salzhauer fær leyfi frá sjúklingum sínum til að mynda þá áður en þeir eru svæfðir. Hann segir að um helmingur sjúklinga sinna séu tilbúnir til að láta mynda sig. Þessu greindi hann frá í viðtali sem birtist á BuzzFeed. „Svona er raunveruleikinn í lýtalæknaheiminum, ég vil að fólk sjái hann.“

Salzhauer má finna á Snapchat undir notendanafninu TheRealDrMiami.

Myndirnar eru ekki fyrir viðkvæma.
Myndirnar eru ekki fyrir viðkvæma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál