Stór munur á að ætla og vona eða þurfa eða vilja

Árelía Eydís Guðmundsdóttir.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„„Ég ætla að gera þetta að frábæru sumri“, ég leit á mína sjálfstæðu, hugrökku og kláru dóttur sem sat á móti mér og varð sannfærð um að þetta verður stórkostlegt sumar í lífi okkar. Við þekkjum báðar fólk sem vonast til að þetta verði gott sumar en það er ekki það sama,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu.

„Orð eru mögnuð og bera í sér kynngikraft, það ber að velja þau vel. Raða þeim saman eins og dýrmætum djásnum. Það er til dæmis stór munur á að ætla og vona eða þurfa eða vilja. Það er líka mikil viska fólgin í því að leika sér með orðin sem maður notar um sjálfa(n) sig. Margir nefna orðin „ég er ekki þessi týpa“ eða „þetta er ekki ég“ en ef maður hefur ekki prófað þá getur maður ómögulega sagt til um það. 

Stundum ber manni að gaumgæfa orðin betur. Ég til dæmis prófaði heitt jóga um daginn og hefði betur borið meiri virðingu fyrir orðinu „heitt“ því ég gaf næstum upp öndina af hita og svita og beið eftir að tíminn væri búin svo ég kæmist út undir bert loft. Kemur kannski ekki á óvart því ég hef aldrei verið mikið fyrir hita en ég prófaði og lifði af.“

Árelía Eydís er með góð plön fyrir sumarið.

„Ég ætla líka að gera þetta að sumrinu sem draumar rætast: ferðalög og rómantík, bækur og göngur, horfa á sólina setjast í sæ, syngja og knúsa. Skvampa í rigningu í vestfirskum dal, skrifa, tína Gleym-mér-eiar í vönd, borða unaðslegan mat, hitta áhugavert fólk, drekka kakó á fjallstindi, rýna í eigin sál, rannsaka og grúska, klæða mig í hvítan kjól og horfa á börnin mín og kyssa karlinn. Með eldrauðan sumarvaralit og réttu orðin er ekki annað hægt en að eiga himneskt sumar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál