Vilja sjá Pál Óskar keppa aftur í Eurovision

Ragnheiður Guðmundsdóttir (t.v.) og Ragnheiður Ósk Jónasdóttir vilja sjá Pál …
Ragnheiður Guðmundsdóttir (t.v.) og Ragnheiður Ósk Jónasdóttir vilja sjá Pál Óskar keppa aftur í Eurovision.

Vinkonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir og Ragnheiður Ósk Jónasdóttir eru miklir aðdáendur Páls Óskars Hjálmtýssonar. Þær, líkt og margir landsmenn, urðu fyrir miklum vonbrigðum í gær þegar í ljós kom að Ísland mun ekki keppa í Eurovision á laugardaginn. Þá ákváðu þær að skora á Pál Óskar að taka þátt í Eurovision næsta ári. Þær stofnuðu Facebook-síðuna Við skorum á Pál Óskar að taka aftur þátt í Eurovision.

Þeim vinkonum hefur lengi langað til að setja þennan hóp á laggirnar en ákváðu að láta til skara skríða eftir að útslit gærdagsins lágu fyrir. „Við vorum eðlilega í smá uppnámi vegna úrslitanna og hugsuðum báðar: „hversu mikil snilld væri ef Páll Óskar myndi taka þátt aftur?“. Hann gæti unnið þetta fyrir okkur.“

Síðan hefur fengið „ótrúleg“ viðbrögð

„Viðbrögðin eru hreint út sagt ótrúleg. Við bjuggumst alls ekki við að þetta myndi gerast svona hratt. Ég bjó síðuna til í gærkvöldi og hún er komin í yfir 2300 „likes“ nú þegar. Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir.

Ragnheiður Guðmundsdóttir og Ragnheiður Ósk voru afar hrifnar af framlagi Íslendinga í Eurovision árið 1997 þegar Páll Óskar keppti. „En hann, tónlistin hans og fatasmekkurinn hans hefur breyst svo mikið í gegnum árin. Núna er hann kominn út í meira popp og þannig tónlist lendir einmitt oft ofarlega í Eurovision. Við höfum á tilfinningunni að hann gæti gert hina fullkomnu Eurovision-blöndu og náð langt. Hann myndi bræða hjörtu allra, eða það höldum við allavega.“

Ragnheiður Ósk og Ragnheiður Guðmundsdóttir vita ekki til þess að Páll Óskar sjálfur vita af síðunni þeirra. „Við höfum ekki fengið neitt svar ennþá en við verðum áfram bjartsýnar og vonum að þetta muni ná til hans,“ segja nöfnurnar.

„Það voru vonbrigði að komast ekki áfram en við erum samt afar stoltar af Maríu okkar, hún gerði sitt allra besta og við sendum góða strauma til hennar og þeirra allra,“ segja þær að lokum.“

Páll Óskar Hjálmtýsson keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið …
Páll Óskar Hjálmtýsson keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 1997. Larus Sigurdarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál