Er blind og kennir förðun á YouTube

Lucy Edwards missti sjónina fyrir tveimur árum. Núna kennir hún …
Lucy Edwards missti sjónina fyrir tveimur árum. Núna kennir hún förðun á YouTube. youtube.com

Hin 19 ára Lucy Edwards hefur náð miklum vinsældum á YouTube því rúmlega 10.000 manns fylgjast með YouTube-stöðinni hennar þar sem hún kennir förðun. En Edwards er engin venjuleg YouTube-stjarna, það sem er merkilegt við hana er að hún er blind.

Þegar Edwards missti sjónina fyrir tveimur árum bað hún systur sína um að kenna sér að farða sig. Síðan þá hefur hún æft sig mikið og náð góðum tökum á förðunarfræðinni þrátt fyrir sjónleysið. Og núna er hún farin að kenna öðrum að farða sig.

Upprunalega bjó Edwards til YouTube-stöð til að sýna og sanna fyrir fólki að blindir geta lifað eðlilegu lífi. En þegar förðunarmyndbönd hennar fóru að vekja athygli ákvað hún að leggja förðunarkennslu fyrir sig.

Meðfylgjandi er vinsælasta myndband Edwards.

Lucy Edwards er með rúmlega 10.000 áskrifendur á YouTube.
Lucy Edwards er með rúmlega 10.000 áskrifendur á YouTube.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál