Útlendingar heyra íslenska stílinn

Þórunn Egilsdóttir.
Þórunn Egilsdóttir. youtube.com

„Lagið Intoxicated snýst um „femme fatale“... konu sem reynir að elska, en getur það ekki. Við erum að klára myndbandið sem franski framleiðandinn Raphael Kindig tók upp,“ segir tónlistakonan Þórunn Egilsdóttir sem samdi lagið Intoxicated fyrir franska kvikmynd sem kemur út á næsta ári. 

Þórunn er fædd í Lúxemborg og ólst að hluta til upp þar og á Íslandi. Þórunn, sem er búsett í Lúxemborg, hefur í nógu að snúast þessa dagana en fyrsta plata hljómsveitar henar, When 'Airy met Fairy, kemur út í haust. Þórunn er forsprakki When 'Airy met Fairy en með henni í bandinu eru þeir Johannes Still, Julian Langer, Eric Schmit og
Jeff Herr.

„Samtímis er ég byrjuð að túra. Ég fer núna 1. júní til Japan, svo til Frakklands og því næst til Kanada og að lokum til Þýskalands í haust. Ég fer með  Styrmi Sigurðssyni til Japan. Hann er kvikmyndagerðarmaður og tónlistarmaður.“

Talar sex tungumál og hefur aðgang að mismunandi heimum

„Minimalískt „indie“-popp, svolítið „faily“-legt. Útlendingar segjast heyra íslenska stílinn,“ segir Þórunn þegar hún er beðin um að lýsa tónlist sinni. „Ég nota raddir sem hljóðfæri. Svo tala ég sex tungumál, það hefur rosalega mikil áhrif á textana. Hvert tungumál hefur sinn eigin veruleika og er þú talar mörg tungumál þá hefur þú aðgang að mismundandi heimum,“ segir Þórunn sem hefur undanfarið einbeitt sér alfarið að tónlistinni. Þórunn tók til að mynda þátt í þýska sjónvarpsþættinum The Voice of Germany árið 2013 og varð þar á meðal tíu efstu keppenda.

Þórunn og hljómsveitin When 'Airy met Fairy eru á leiðinni …
Þórunn og hljómsveitin When 'Airy met Fairy eru á leiðinni á tónleikaferðalag til Japan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál