Svona varð Kim Kardashian rík

Kim Kardashian er afar auðug kona.
Kim Kardashian er afar auðug kona. intothegloss.com

Viðtal við raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian sem birtist nýverið á heimasíðunni Market Watch er ólíkt öllum öðrum viðtölum sem hún hefur farið í. Í þessu viðtali lýsir hún því nefnilega hvernig hún varð rík.

Kim hefur greinilega eitthvert peningavit því hún er snillingur í sparnaði og kann að fjárfesta skynsamlega.

„Veistu, ég hélt að ég myndi eyða meira um leið og ég myndi græða meira. En þetta var þveröfugt. Því meiri pening sem ég þéna því meira langar mig til að spara. Ég kom sjálfri mér reyndar á óvart,“ útskýrði Kim.

Kim sagði svo frá því hvernig hún bjó sér til aukapening á sínum yngri árum með því að fá lán hjá föður sínum, Robert Kardashian, og kaupa fimm skópör frá Manolo Blahnik. Hvert skópar kostaði hana 750 dollara en Kim náði að selja hvert skópar aftur á eBay og þá fyrir 2.500 dollara.

Vill sjá fjármálafræðslu í skólum

Kim vill að unglingar fái smá fjármálafræðslu í skólanum. „Ég var það heppin að foreldrar mínir kenndu mér að spara. Þetta er ekki kennt í skólum, því miður. Þetta er svo einfalt en ég held að margt fólk viti ekki mikið um fjármál.“

Kim þénar ekki bara á raunveruleikaþáttunum Keeping Up With the Kardashians heldur hefur hún einnig sett nokkrar fata- og snyrtivörulínur á markað sem og bók. Þá hannaði hún einnig og gaf út smáforritið Hollywood sem skilaði henni 80 milljónum króna í tekjur á dag árið 2014, þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins.

Kim Kardashian græðir á tá og fingri með smáforritinu Hollywood.
Kim Kardashian græðir á tá og fingri með smáforritinu Hollywood.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál