Þénar milljónir króna fyrir eina ljósmynd

Hvað ætli Lancome hafi greitt Danielle Bernstein fyrir myndina hægra …
Hvað ætli Lancome hafi greitt Danielle Bernstein fyrir myndina hægra megin? Instagram

„Ég er með hugmynd fyrir þig,“ skrifaði tískubloggarinn Danielle Bernstein til blaðamanns Marie Claire. Hugmyndin hennar var sú að hún myndi lýsa því fyrir lesendum hvernig og hversu mikið tískubloggarar þéna með hjálp samfélagsmiðla. Bernstein, sem heldur úti síðunni We Wore What, setti eitt skilyrði, að hún yrði eini bloggarinn sem Marie Claire tæki viðtal við í tengslum við tekjur bloggara.

Notendur Instagram verða gjarnan varið við „dulbúnar“ auglýsingar. Sumir gera sér grein fyrir að um auglýsingu sé að ræða en aðrir halda að um einlæg meðmæli sé að ræða.

Bernstein, sem er með um milljón fylgjendur á Instagram, getur rukkað í kringum 670.000 til tvær milljónir króna fyrir hverja keypta Instagram-mynd. Og því fleiri fylgjendur sem hún fær því meira getur hún rukkað.

Fær varning sendan frá hönnuðum og tískuhúsum

Það hefur verið áætlað að tískuhús eyði allt að 133 milljónum króna á ári í keyptar Intagram-myndir til viðbótar við þann varning sem þeir senda til bloggara. Bernstein kveðst fá endalausan varning sendan frá fyrirtækjum og forsvarsmenn fyrirtækjanna krossleggja svo fingur og vonast til að bloggarinn noti vöruna og sýni hana á samfélagsmiðlum. En Bernstein er vandlát og birtir ekki hvað sem er á Instagram. Tískuhús Milly sendi henni til að mynda handtösku á dögunum, sú var skærblá en Bernstein var ekki hrifin af litnum. Þá sendi hún Milly bréf og bað um svarta.

„Á seinasta ári þénaði ég meira en ég hef nokkurn tímann gert. Ég þoli ekki að tala um peninga en við getum bara sagt að ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta,“ sagði hin 22 ára Bernstein. „Ég spara og fjárfesti. Ég reyni að vera skynsöm.“

„Þetta er svolítið klikkað“

Thomas Rankin, forstjóri fyrirtækisins Dash Husdon, þekkir þennan iðnað vel en Das Husdon er forrit sem gerir fólki kleift að kappa það sem það sér á Instagram. „Þetta er svolítið klikkað,“ segir Rankin um þá staðreynd að þeir bloggarar sem eru með sex milljón fylgjendur eða fleiri á Instagram geti grætt allt að 2,6 til 13,3 milljónir króna fyrir eina færslu.

Rankin er þá sérlegur ráðgjafi nokkurra fyrirtækja sem kaupa auglýsingar á Instagram. Hann sér um að samþykkja myndina sem bloggarinn hyggst birta fyrir hönd fyrirtækisins. Einu skiptin sem Rankin hefur ekki viljað láta birta myndir er þegar þær líta út fyrir að vera of sviðsettar og auglýsingalegar. „Við erum ekki að reyna að komast í tískutímarit. Við erum að reyna að fanga augnablik.“

Danielle Bernstein fær snyrtivörur, skó, föt, skartgripi og fleira gefins.
Danielle Bernstein fær snyrtivörur, skó, föt, skartgripi og fleira gefins. Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál