Atvinnulaus en þóttist vera vellauðugur

Vladimir Wilson þóttist vera vellauðugur.
Vladimir Wilson þóttist vera vellauðugur.

Hinn 27 ára Vladimir Wilson var atvinnulaus og ansi skuldugur en þóttist vera milljónamæringur. Hann hélt því fram að hann hefði unnið lottóvinning upp á 1,1 milljarð króna þegar hann var 19 ára gamall, hann vonaðist til að lygin yrði til þess að hann kæmist í raunveruleikasjónvarp.

Wilson var duglegur að birta myndir á samfélagsmiðlum. Hann birti þá helst myndir af glæsilegum bílum, kampavíni og rándýrum skartgripum sem hann sagðist hafa keypt sér. Svo þóttist hann ferðast um heiminn í einkaþotum og dvelja á flottustu hótelum veraldar.

En í ljós kom að hann var alls ekkert ríkur og í raun og veru atvinnulaus. Hann kveðst hafa logið vegna þess að hann þráði að komast í þáttinn Big Brother.

Pantaði skart fyrir 10,5 milljónir en gat ekki borgað

Upp komst um Wilson þegar hann fékk loksins tækifærið sitt og komst í sjónvarpið í þáttinn Britain's Flashiest Families sem sýndur er á Channel 5 TV. Þá lagði hann inn 10,5 milljóna króna pöntun hjá vandaðri skartgripaverslun en starfsmanni verslunarinnar þótti hann grunsamlegur. Wilson þóttist vera stór karl fyrir framan upptökuvélarnar og pantaði sér meðal annars armband með safírum.

Talsmaður skartgripaverslunarinnar sagði Wilson ekki hafa getað greitt fyrir skartgripina á staðnum. „Við lokuðum versluninni og buðum honum upp á kampavín. Svo pantaði hann skartgripina. Hann greiddi þó ekki fyrir pöntunina og við höfum enn ekki fengið greitt. Okkur þykir leitt að þessi einstaklingur skuli hafa komið í búðina okkar.“

Þóttist vera kynlífsfíkill

Ekki nóg með að Wilson hafi haldið því fram að hann væri milljónamæringur heldur kvaðst hann einnig vera kynlífsfíkill og hafa keypt þjónustu hjá vændiskonum fyrir tugi milljóna.

Þegar upp komst um leikaraskap Wilsons viðurkenndi hann að hann hefði notast við þjónustu fyrirtækis sem sérhæfir sig í að láta fólk líta út fyrir að vera ríkt á samfélagsmiðlum.

Vladimir Wilson var atvinnulaus en þóttist eiga þetta safn af …
Vladimir Wilson var atvinnulaus en þóttist eiga þetta safn af lúxusúrum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál