Ekki vinna meira en 8 tíma á dag

Ekki vinna lengur en átta tíma á dag.
Ekki vinna lengur en átta tíma á dag.

Eins freistandi og það getur verið að vinna lengur á daginn til þess að klára verkefni eða vinna sér í haginn hafa rannsóknir sýnt að lengri vinnudagur hefur slæm áhrif á heilsuna og vellíðan. Hér kemur listi af The Independent sem þú ættir að sýna yfirmanni þínum næst þegar hann biður þig um að vinna fram eftir. 

1. Það eru meiri líkur á því að þú fáir hjartaáfall eða slag

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem vinnur 55 tíma á viku eða meira eru 33% líklegri til að fá slag og 13% líklegri til að kljást við hjartasjúkdóma en þeir sem að vinna 40 tíma á viku.

2. Þú ert líklegri til að sækjast í áfengi

Rannsókn sem birt var í British Medical Journal í janúar sýndi fram á að þeir sem vinna meira eru líklegri í að sækjast í áfengi.

3. Þú ert líklegri til að verða þunglyndur

Margar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna fram á að þeir sem vinna meira en venjulega vinnuviku er líklegri til að verða þunglyndir.

4. Þú ert líklegri til að falla fyrr frá

Rannsókn sem framkvæmd var af OECD árið 2014 sýndi tengingu á milli þess að vinna oft fram eftir og að eiga styttri ævi. 

5. Þú ert líklegri til að glíma við offitu

Stress og annað álag sem fylgir vinnunni getur verið þáttur í því að fólk missi tökin á mataræði sínu. Því meiri tíma sem þú eyðir í vinnunni því minni tíma hefur þú til þess að fara heim og elda, hreyfa þig og sofa. Allt þetta eru áhættuþættir vegna offitu.

6. Þú ert ólíklegri til að hreyfa þig

Nýlega var gerð rannsókn á 9276 konum sem sýndi fram á að 36% þeirra sem að unnu umfram 35 tíma á viku hreyfðu sig ekkert. Því er betra að hætta á réttum tíma í vinnunni og fara í ræktina.

7. Þú nærð ekki að koma fleiru í verk

Nýleg rannsókn frá hagfræðingnum John Pencavel sýndi fram á að þeir sem að vinna 70 tíma eða meira á viku ná að koma jafn miklu í verk og þeir sem vinna 55 tíma á viku.

Johannes Jansson/norden.org
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál