Hvað þýðir orðið drusla?

Sumir tengja orðið drusla við lauslæti.
Sumir tengja orðið drusla við lauslæti.

Orðið drusla er gildishlaðið hugtak. Það hefur verið lengi í málinu en undanfarið hefur þýðing þess tekið miklum breytingum. Um 1600 notaði Shakespeare orðið „slut“ í verki sínu „As You Like It“ og var tilgangur þess að tala niðrandi um lauslátar konur. Orðið hefur verið notað í svipaðri merkingu í íslensku tungumáli. 

Enn er verið að berjast gegn drusluskömmun út um allan heim. Vandamálið er ekki orðið sjálft heldur merking þess. Fólk túlkar orðið á misjafnan hátt. Síðan Mindbodygreen spurði fólk á öllum aldri hver þeim þætti merking orðsins drusla (e. slut) vera.

„Sálfræðilegur hernaður“

„Drusla er hugtak sem óöruggir karlmenn nota í sálfræðilegum hernaði til að viðhalda ríkjandi stöðu sinni gagnvart konum.“

- Jeff, 26 ára.

„Það er merki um konu sem er sama um sjálfa sig“

„Orðið drusla er notað yfir konu sem er sama um útlit sitt, tækifærissinnuð og sama um sjálfa sig. Það er nánast alltaf notað um konur en stundum gegn samkynhneigðum. Orðið felur í sér lauslæti. Mér finnst ekki viðeigandi að nota orðið því það er yfirleitt notað í niðrandi merkingu.“

- Mariko, 60 ára.

„Hugtakið er tákn um vald“

„Orðið drusla og merking þess hefur breytt um þýðingu á meðan að ég hef þroskast og dafnað. Á menntaskólaárunum var afar vandræðalegt og niðrandi að vera kölluð drusla. Drusla var stelpa sem að fór á milli manna og allir slúðruðu um. Druslan ógnaði hinum stelpunum. Hún stundaði trekant á meðan við hinar kunnum varla að nota túrtappa.“

„Nú þegar ég er á þrítugsaldri hefur hugtakið breytt um merkingu, það er tákn um vald. Í stað þess að sjá drusluna sem ógn gegn hinum stelpunum er hún ógn gegn feðraveldinu. Að vera drusla þýðir að vera sjálfstæð, örugg og ákveðin með sjálfan sig og líkama sinn.“

- Naomi, 27 ára.

„Konur nota það til að særa hvor aðra“

„Ég vildi óska þess að vera drusla væri hrós, orð notað til að gefa konum völd. Í staðinn er orðið notað til þess að grafa  undan stolti og sjálfsöryggi kvenna. Ég hef gaman að kynlífi en líður sífellt eins og ég verði að passa upp á gjörðir mínar til þess að verða ekki dæmd af samfélaginu.“

- Colette, 24 ára.

„Ég kalla ekki manneskju druslu sem hefur átt marga bólfélaga“

„Ég nota orðið á tvo mismunandi vegu. Oftast nota ég það til að gera grín af vinum mínum. Þá er það notað í gríni og það er enginn alvarleiki á bak við það. Síðan nota ég það um karla eða konur sem eru lauslát. Ég tel að maður geti strax séð það hvort manneskja sé lauslát eða ekki. Manneskja sem særir aðra með athæfi sínu er lauslát en ég myndi ekki kalla manneskju druslu  byggt á því hversu marga bólfélaga hún hefur átt.“

- Audrey, 23 ára.

Druslugangan var haldin þann 25. júlí síðastliðinn á Íslandi. Skipuleggjendur …
Druslugangan var haldin þann 25. júlí síðastliðinn á Íslandi. Skipuleggjendur hennar vilja taka orðið úr höndum þeirra sem nota það á niðrandi hátt og gefa því jákvæða merkingu. Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál